Festi hf.: Breytingar í stjórn félagsins

Kopavogi, ICELAND


Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður Festi hf. óskaði á stjórnarfundi í dag eftir að láta af störfum sem stjórnarmaður í félaginu og um leið sem stjórnarformaður. Stjórn féllst á erindið. Í kjölfarið skipti stjórn með sér verkum upp á nýtt. Guðjón Reynisson var kjörinn nýr formaður stjórnar og Margrét Guðmundsdóttir varaformaður.