Sveitarfélagið Árborg - Útboð á skuldabréfum 3. mars 2022


Sveitarfélagið Árborg – Útboð á skuldabréfum 3. mars 2022

Sveitarfélagið Árborg efnir til lokaðs útboðs á skuldabréfaflokknum, ARBO 31 GSB, fimmtudaginn 3. mars næstkomandi. Skuldabréfin eru gefin út í þeim tilgangi að fjármagna græn og/eða félagsleg verkefni í samræmi við Sjálfbærniumgjörð Árborgar.

Skuldabréfaflokkurinn er verðtryggður með jöfnum greiðslum afborgana og vaxta, á sex mánaða fresti og föstum 1,35% vöxtum. Lokagjalddagi er 16. júní 2031. Árborg stefnir að því að taka tilboðum fyrir allt að 2.000 milljónir kr. að nafnvirði en áskilur sér rétt til að hækka eða lækka útboðsfjárhæð útboðsins. Áður hafa verið gefin út skuldabréf í ARBO 31 GSB að nafnvirði 1.400 milljónir kr. og hafa þau verið tekin til viðskipta á markað með sjálfbær skuldabréf hjá Nasdaq Iceland.

Útboðið verður með hollenskri aðferð, þ.e. öll samþykkt tilboð bjóðast fjárfestum á hæstu ávöxtunarkröfu sem verður tekið í flokknum. Sveitarfélagið Árborg áskilur sér rétt til að taka eða afþakka hvaða tilboði sem er í heild eða að hluta.

Markaðsviðskipti Landsbankans hafa umsjón með útboðinu og fjárfestar skulu skila tilboðum fyrir klukkan 16:00 fimmtudaginn 3. mars 2022 á netfangið verdbrefamidlun@landsbankinn.is

Greiðslu- og uppgjörsdagur er fyrirhugaður miðvikudaginn 9. mars 2022.

Sveitarfélagið Árborg hefur sjálfbæra fjármálaumgjörð, sem samræmist alþjóðlegum viðmiðum Alþjóðasamtaka aðila á verðbréfamarkaði (ICMA) og hefur hlotið óháða vottun (e. Second Party Opinion) frá Sustainalytics, sem er leiðandi viðurkenndur vottunaraðili í sjálfbærum fjármálum á heimsvísu. Umgjörðin byggir á áætlunum sveitarfélagsins í umhverfisvænni og félagslegri uppbyggingu. Nánari upplýsingar eru aðgengilegar á vefsíðu útgefanda: Sjálfbær fjármálaumgjörð

Landsbankinn hf. hefur umsjón með útgáfu og sölu skuldabréfanna sem og töku þeirra til viðskipta á markað Nasdaq á Íslandi með sjálfbær skuldabréf.

Nánari upplýsingar veita:

Ingibjörg Garðarsdóttir, fjármálastjóri Árborgar, í síma 480 1900 eða inga@arborg.is

Gunnar S. Tryggvason, Markaðsviðskipti Landsbankans, í síma 410 6709 eða gunnars@landsbankinn.is