Árshlutareikningur REG 1 hs. 30.6.2022


Sérhæfði sjóðurinn REG 1 hs. sem er í rekstri Stefnis hf. gaf út skuldabréf tekin til viðskipta hjá NASDAQ OMX Iceland hf. árið 2013.

  • Hagnaður var af rekstri sjóðsins að fjárhæð 157 þús. kr. á tímabilinu samkvæmt rekstrarreikningi og er hagnaðurinn færður til hækkunar á hlutdeildarskírteinum.
  • Eignir sjóðsins í lok júní 2022 námu 7.290 millj. kr. og hrein eign sjóðsins nam 2,3 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi.
  • Árshlutareikningurinn var kannaður af Deloitte ehf. í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Það er ályktun endurskoðanda að árshlutareikningurinn gefi glögga mynd af afkomu sjóðsins, efnahagi hans 30. júní 2022 og breytingu á hreinni eign sjóðsins á fyrri helmingi ársins 2022, í samræmi við lög um ársreikninga og lög um rekstraraðila sérhæfðra sjóða.

Hægt verður að nálgast árshlutareikning sjóðsins frá og með deginum í dag á heimasíðu Stefnis hf. www.stefnir.is

Nánari upplýsingar um árshlutareikning sérhæfða sjóðsins REG 1 hs. veitir Anna Kristjánsdóttir í síma 444 7461.

Viðhengi



Attachments

Árshlutareikningur REG 1 30.06.2022