Fjárhagsáætlun Norðurþings 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026


Fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir árið 2023 var samþykkt á fundi byggðarráðs Norðurþings 24. Nóvember  og verður lögð fram til síðari umræðu á fundi sveitarstjórnar Norðurþings þann 1. desember nk.  Jafnframt er lögð fram þriggja ára áætlun 2024-2026.

Rekstrarafkoma A og B hluta er áætluð neikvæð um tæpar 158 milljónir króna á árinu 2023.
Fjárhagsáætlunin er sett fram samkvæmt lögum og reglum um reikningsskil sveitarfélaga. Starfseminni er skipt upp í tvo hluta, A-hluta annars vegar og B-hluta hins vegar.
Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Um er að ræða aðalsjóð, eignasjóð og þjónustumiðstöð. Til B-hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu sveitarfélagsins en rekstur þeirra er að stofni til fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtækin eru: Dvalarheimili aldraðra sf., Félagslegar íbúðir, Hafnasjóður Norðurþings, Orkuveita Húsavíkur ohf., Leigufélag Hvamms ehf. og Fjárfestingafélag Norðurþings ehf.

Samkvæmt yfirliti um sjóðstreymi á árinu 2023 nemur áætlað veltufé frá rekstri A og B hluta um 650 milljónum og áætlaðar fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum nema tæpum 827 milljónum. Helstu fjárfestingar á árinu eru framlag til byggingar nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík, bygging á aðstöðu fyrir frístundir barna, endurbygging þvergarðs og norðurhafnarsvæðis hjá Hafnasjóði Norðurþings og endurnýjun lagna hjá Orkuveitu Húsavíkur ohf, ásamt ýmsum smærri verkefnum.

Áætlunin gerir ráð fyrir að tekin verði ný lán í A-hluta að fjárhæð 300 milljónir, einkum vegna byggingar frístundarheimilis fyrir börn og unglinga  og framkvæmda við hjúkrunarheimili. Lántökur B-hluta vegna framkvæmda Hafnasjóðs verði 95 milljónir. Afborganir langtímalána og leiguskulda verði alls um 242 milljónir. Handbært fé í samanteknum reikningsskilum A og B hluta sveitarfélagsins verði þá áætlað um 1.035 milljónir í lok árs 2023.

Húsavík 1. desember 2022

Nánari upplýsingar veitir Bergþór Bjarnason, fjármálastjóri í síma 464 6100

Attachments



Attachments

Áætlun Norðurþings 2023. Samstæða Þriggja ára áætlun Norðurþings. A hluti Þriggja ára áætlun Norðurþings. A og B hluti