Uppfærður samningur við Landsbankann um viðskiptavakt á hlutabréfum Alvotech á Nasdaq Iceland markaðnum


Alvotech (NASDAQ: ALVO) tilkynnti í dag að samningur við Landsbankann hf. um viðskiptavakt á hlutabréfum Alvotech hafi verið uppfærður, en Landsbankinn hefur séð um viðskiptavakt á hlutabréfunum síðan þau voru tekin til viðskipta 23. júní 2022. Nýr samningur gengur í gildi við upphaf viðskipta 15. febrúar n.k.

Samkvæmt samningnum gefur Landsbankinn út virk kaup og sölutilboð fyrir ALVO hlutabréf á Nasdaq Iceland markaðnum, fyrir ákveðna lágmarksfjárhæð með föstu bili milli kaup og söluverðs.

Landsbankinn mun nú birta kaup- og sölutilboð að fjárhæð 10 milljónir króna hið minnsta, en upphæðin var áður 5 milljónir króna. Hámarksfjárhæð daglegrar skuldbindingar Landsbankans í viðskiptum með hlutabréf Alvotech, það er mismunur heildarverðmætis allra samþykktra sölutilboða og heildarverðmætis allra samþykktra kauptilboða, hækkar úr 10 milljónum króna á dag í 20 milljónir króna á dag. Hámarks magnvegið verðbil á milli kaup- og sölutilboða á viðskiptavaktinni helst óbreytt og er miðað við verðflökt hlutabréfanna yfir 10 síðustu viðskiptadaga: 1,5% ef 10 daga flökt er 20% eða lægra, 2,5% ef flöktið er milli 20-35% og 4% ef það fer yfir 35%.  

Um Alvotech
Alvotech, stofnað af Róberti Wessman, er líftæknifyrirtæki sem einbeitir sér að þróun og framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja fyrir sjúklinga um allan heim. Alvotech stefnir að því að verða leiðandi fyrirtæki á sviði líftæknihliðstæðulyfja. Til að tryggja hámarksgæði eru allir þættir í þróun og framleiðslu í höndum fyrirtækisins. Alvotech vinnur að þróun átta líftæknilyfjahliðstæða sem nýst geta sjúklingum með sjálfsofnæmis-, augn- og öndunarfærasjúkdóma, beinþynningu eða krabbamein. Alvotech hefur gert samninga um sölu, markaðssetningu og dreifingu við samstarfsaðila á öllum helstu mörkuðum, í Bandaríkjunum, Evrópu, Japan, Kína, öðrum hlutum Asíu,  Rómönsku-Ameríku, Afríku og Mið-Austurlöndum.  Meðal samstarfsaðila Alvotech eru Teva Pharmaceuticals, dótturfélag Teva Pharmaceutical Industries Ltd. (markaðsaðili í Bandaríkjunum), STADA Arzneimittel AG (Evrópa), Fuji Pharma Co., Ltd (Japan), Cipla/Cipla Gulf/Cipla Med Pro (Ástralía, Nýja Sjáland, Afríka), JAMP Pharma Corporation (Kanada), Yangtze River Pharmaceutical (Group) Co., Ltd. (Kína), DKSH (Taívan, Hong Kong, Kambódía, Malasía, Singapore, Indonesía, Indland, Bangladess og Pakistan), YAS Holding LLC (Miðausturlönd og Norður Afríka), Abdi Ibrahim (Tyrkland), Kamada Ltd. (KMDA; Ísrael), Mega Labs, Stein, Libbs, Tuteur and Saval (Rómanska-Ameríka) og Lotus Pharmaceuticals Co., Ltd. (Taíland, Víetnam, Filippseyjar og Suður-Kórea).

Alvotech, fjárfestatengsl og samskiptasvið
Benedikt Stefánsson
alvotech.ir[at]alvotech.com