Alvotech birtir nýjar upplýsingar um sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð


Alvotech hefur birt nýjar upplýsingar um sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð, þar á meðal mælikvarða umhverfis-, samfélags- og stjórnarhátta (ESG) fyrir árið 2022.

„Markmið okkar er að bæta aðgengi sjúklinga að hagkvæmari líftæknilyfjum og stuðla að lægri kostnaði í heilbrigðisþjónustu. Áhersla á sjálfbærni gerir okkur betur kleift að ná þessum markmiðum,“ sagði Róbert Wessman, stofnandi, stjórnarformaður og forstjóri Alvotech.

Nefnd stjórnar félagsins um sjálfbærni hefur yfirumsjón með verkefnum á sviði sjálfbærni og samfélagslegrar ábyrgðar. Gögn yfir ESG mælikvarða síðastliðin þrjú ár eru aðgengileg á sérstöku vefsetri, sem er hluti af heimasíðu Alvotech. Þar er einnig að finna nánari upplýsingar um hvernig þróun og framleiðsla líftæknilyfjahliðstæða getur stuðlað að aukinni að sjálfbærni.

Um Alvotech
Alvotech, stofnað af Róberti Wessman stjórnarformanni fyrirtækisins, er líftæknifyrirtæki sem einbeitir sér að þróun og framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja fyrir sjúklinga um allan heim. Alvotech stefnir að því að verða leiðandi fyrirtæki á sviði líftæknihliðstæðulyfja. Til að tryggja hámarksgæði eru allir þættir í þróun og framleiðslu í höndum fyrirtækisins. Alvotech vinnur að þróun átta líftæknilyfjahliðstæða sem nýst geta sjúklingum með sjálfsofnæmis-, augn- og öndunarfærasjúkdóma, beinþynningu eða krabbamein. Alvotech hefur gert samninga um sölu, markaðssetningu og dreifingu við samstarfsaðila á öllum helstu mörkuðum, í Bandaríkjunum, Evrópu, Japan, Kína, öðrum hlutum Asíu,  Rómönsku-Ameríku, Afríku og Mið-Austurlöndum.  Meðal samstarfsaðila Alvotech eru Teva Pharmaceuticals, dótturfélag Teva Pharmaceutical Industries Ltd. (markaðsaðili í Bandaríkjunum), STADA Arzneimittel AG (Evrópa), Fuji Pharma Co., Ltd (Japan), Cipla/Cipla Gulf/Cipla Med Pro (Ástralía, Nýja Sjáland, Afríka), JAMP Pharma Corporation (Kanada), Yangtze River Pharmaceutical (Group) Co., Ltd. (Kína), DKSH (Taívan, Hong Kong, Kambódía, Malasía, Singapore, Indonesía, Indland, Bangladess og Pakistan), YAS Holding LLC (Miðausturlönd og Norður Afríka), Abdi Ibrahim (Tyrkland), Kamada Ltd. (KMDA; Ísrael), Mega Labs, Stein, Libbs, Tuteur and Saval (Rómanska-Ameríka) og Lotus Pharmaceuticals Co., Ltd. (Taíland, Víetnam, Filippseyjar og Suður-Kórea).

Frekari upplýsingar veitir:

Forstöðumaður fjárfestatengsla- og samskiptasviðs Alvotech
Benedikt Stefánsson
alvotech.ir[at]alvotech.com