Rekstraruppgjör A-hluta Reykjavíkurborgar janúar til mars 2023


Fjármála- og áhættustýringarsvið Reykjavíkurborgar leggur nú fram óendurskoðað rekstraruppgjör A-hluta fyrir tímabilið janúar til mars 2023. Uppgjörið er gert í samræmi við sveitarstjórnarlög, lög um ársreikninga og reglugerð um bókhald, fjármál og ársreikninga sveitarfélaga.

Rekstrarniðurstaða A-hluta er neikvæð um 3.974 m.kr. en áætlun gerði ráð fyrir að hún yrði neikvæð um 2.167 m.kr. á tímabilinu. Niðurstaðan er því 1.807 m.kr. lakari en áætlað var. Frávik skýrast einkum af hærri fjármagnsgjöldum en áætlanir gerðu ráð fyrir sökum verðbólgu eða 995 m.kr. yfir áætlun. Vetrarþjónusta var 588 m.kr. yfir fjárheimildum vegna snjóþyngsla á tímabilinu. Þá hefur kostnaður verið umfram áætlanir á skóla- og frístundasviði, að hluta til vegna móttöku barna af erlendum uppruna og auknum fjölda barna sem þurfa sértæk úrræði umfram það sem áætlað var.

Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var neikvæð um 764 m.kr. en áætlun gerði ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 47 m.kr. þannig að niðurstaðan var 812 m.kr. lakari en áætlun gerði ráð fyrir. Veltufé frá rekstri var neikvætt um 667 m.kr. eða 1.016 m.kr. lakara en áætlað var. Veltufé var 1.956 m.kr. betra en á sama tíma árið 2022.

Rekstraruppgjörið var lagt fram í borgarráð í dag í samræmi við tímaáætlun um framlagningu á mánaðar- og árshlutauppgjörum ársins 2023.

Reykjavík, 29. júní 2023

Nánari upplýsingar veitir

Halldóra Káradóttir, sviðstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar

halldora.karadottir@reykjavik.is

Viðhengi



Attachments

A-hluti árshlutareikningur Reykjavíkurborgar janúar-mars 2023