Fagfjárfestasjóðurinn Landsbréf - BÚS I: Stækkun skuldabréfaflokks til fjármögnunar nýrrar lánveitingar


Tilkynning til kauphallar vegna stækkunar skuldabréfaflokks til fjármögnunar á nýju láni til Búseta hsf.

Í tengslum við lánveitingu til Búseta hsf. hefur fagfjárfestasjóðurinn Landsbréf – BÚS I lokið stækkun skuldabréfaflokksins með auðkennið BUS 63. Skuldabréf voru seld að nafnvirði kr. 3.400.000.000 á ávöxtunarkröfunni 3,55%. Heildarheimild útgáfu er kr. 12.000.000.000. Skuldabréfaflokkurinn er verðtryggður á 3,15% föstum vöxtum, til 40 ára og  með jöfnum greiðslum vaxta og höfuðstóls. Lokagjalddagi er þann 5. febrúar 2063. Vaxta- og höfuðstólsgreiðslur greiðast mánaðarlega, í fyrsta skipti 6. mars 2023. Skuldabréf í flokknum eru fyrst uppgreiðanleg 5. febrúar 2031 með 1,5% uppgreiðslugjaldi sem stiglækkar og fellur niður 14 árum frá útgáfudegi.

Fyrirhugað er að sækja um töku nýja skuldabréfaflokksins til viðskipta í kauphöll. Yfirlýst markmið og skilmáli  skuldabréfanna er að skuldabréfaflokkurinn verði tekinn til viðskipta í kauphöll fyrir árslok 2023.

Skuldabréfaútgáfur Landsbréfa – BÚS I fela ekki í sér bein veð en allar eignir fagfjárfestasjóðsins Landsbréf- BÚS I standa til tryggingar á greiðslu skuldabréfanna samkvæmt almennum reglum kröfuréttar.

Ætlunin er að afrakstur sölu skuldabréfanna fari til nýrrar lánveitingar Landsbréfa – BÚS I til Búseta hsf. Miðað er við að það lán verði tryggt með um 71 íbúðareign Búseta hsf. í póstnúmeri Reykjavík og Garðabæ. Með nýrri lánveitingu og miðað við verðmat nýs veðandlags má reikna með að lánshlutfallið í heild verði nærri 57,4%.

Skjöl sem tengjast skuldabréfaflokknum BUS 56 og BUS 60 má nálgast á vefsíðunni: 

                        https://landsbref.is/skrad-skuldabref

Nánari upplýsingar veitir Ingvar Karlsson, sjóðstjóri í síma 410 2500.