Veðskuldabréfasjóðurinn Virðing: Árshlutauppgjör 2023


Veðskuldabréfasjóðurinn Virðing, sem er í rekstri Kviku eignastýringar hf., gaf út skuldabréf tekin til viðskipta hjá NASDAQ OMX Iceland hf. árið 2014. Meðfylgjandi er árshlutareikningur 2023 fyrir Veðskuldabréfasjóðinn Virðingu.

  • Afkoma sjóðsins á fyrstu sex mánuðum ársins nam 106 þ.kr. samkvæmt rekstrarreikningi, en afkoma umfram ávöxtun hlutdeildarskírteina færist sem vaxtaauki til skuldabréfaeigenda.
  • Hrein eign sjóðsins nam 201,6 milljónum króna samkvæmt efnahagsreikningi.
  • Árshlutareikningurinn var kannaður af Deloitte ehf. Við könnun þeirra kom ekkert fram sem bendir til annars en að árshlutareikningurinn gefi glögga mynd af afkomu sjóðsins á tímabilinu, efnahag hans 30. júní 2023 og breytingu á hreinni eign sjóðsins á tímabilinu, í samræmi við lög um ársreikninga og lög um rekstraraðila sérhæfðra sjóða.

Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Kviku eignastýringar hf. í síma 522-0010.

Viðhengi



Attachments

Virðing árshlutareikningur 30.06.23