Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Útgáfa á víxlum


Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf. hefur lokið sölu á sex mánaða víxli fyrir 1.000 m.kr. að nafnverði á kjörum sem samsvara 10,3% flötum vöxtum, en víxillinn verður skráður í kauphöll Nasdaq Iceland.

Íslandsbanki hf. hafði umsjón með sölu víxlanna og annast skráningu þeirra.

Greiðslu- og útgáfudagur er 15. nóvember n.k.

Nánari upplýsingar veitir:

Jón Þorsteinn Oddleifsson, framkvæmdastjóri Fjármálasviðs í síma 820-6491 eða jon.thorsteinn.oddleifsson@olgerdin.is