Orkuveita Reykjavíkur og Norræni fjárfestingarbankinn að semja um fjármögnun


Orkuveita Reykjavíkur og Norræni fjárfestingarbankinn eru að ljúka viðræðum um 100 milljón bandaríkjadala langtíma lánsfjármögnun á fyrirhuguðum fjárfestingum við orkuöflun Orku náttúrunnar og Veitna, dótturfyrirtækja OR.
Nánar verður greint frá samkomulaginu að því undirrituðu.

Tengiliður:
Breki Logason
stjórnandi samskipta
breki.logason@or.is