Flotaendurnýjun Icelandair heldur áfram


Icelandair og SMBC hafa undirritað samning um langtímaleigu á Airbus A321LR þotu til afhendingar á fyrsta ársfjórðungi 2026. Þetta er fimmta Airbus þotan sem Icelandair semur um langtímaleigu á við SMBC. Eins og áður hefur verið tilkynnt undirritaði Icelandair tvo samninga í júlí 2023, annars vegar við Airbus um allt að 25 Airbus A321XLR og hins vegar við SMBC um langtímaleigu á fjórum nýjum A321LR þotum.

Airbus A321LR og XLR munu taka við af Boeing 757 þotum Icelandair. Afhending LR flugvélanna hefst á næsta ári og XLR vélanna árið 2029.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair:

„Það er mjög ánægjulegt að tilkynna um langtímaleigu á enn einni þotu frá SMBC, sem við höfum átt í góðu samstarfi við um árabil. Við höfum þegar hafið innleiðingu þessara öflugu flugvéla sem munu taka við af Boeing 757 vélunum. Þær munu skapa spennandi tækifæri og möguleika á nýjum fjarlægari áfangastöðum ásamt því styðja við sjálfbærnivegferð okkar.“


Nánari upplýsingar
Fjárfestar: Íris Hulda Þórisdóttir, Forstöðumaður Fjárfestatengsla. Netfang: iris@icelandair.is
Media: Ásdís Pétursdóttir, Forstöðumaður Samskipta og sjálfbærni. Netfang: asdis@icelandair.is