Nova Klúbburinn hf.: Framboð til stjórnar


Ert þú stjórnsöm týpa?

Aðalfundur Nova verður haldinn 21. mars 2024 og óskar tilnefningarnefnd Nova nú eftir framboðum til stjórnar félagsins. Tilnefningarnefnd fer yfir þau framboð sem berast og velur úr þeim frambjóðendur sem nefndin álítur hæfa til setu í stjórn félagsins. Tillaga nefndarinnar er aðeins ráðgefandi en bindur hluthafa ekki þegar til stjórnarkjörs kemur.

Tilkynningu um framboð, ásamt ferilskrá, skal skilað á netfangið tilnefningarnefnd@nova.is. Hægt er að nálgast framboðseyðublað á fjárfestasíðu félagsins, sjá hér. Farið verður með öll framboð sem berast tilnefningarnefnd sem trúnaðarmál og listi yfir frambjóðendur verður ekki birtur.

Frestur til að skila inn framboðum til tilnefningarnefndar er til og með 4. febrúar 2024. Nefndin áskilur sér þó rétt, eftir atvikum, til að fjalla um framboð sem berast síðar.

Allir núverandi stjórnarmenn hyggjast gefa kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn félagsins.

Tillaga nefndarinnar verður kynnt í síðasta lagi þremur vikum fyrir aðalfund, með tillögum stjórnar til fundarins.

Almennum framboðsfresti til stjórnar lýkur fimm sólarhringum fyrir aðalfund eða kl. 16:00 þann 16. mars 2024. Starfsemi tilnefningarnefndar takmarkar ekki heimild frambjóðenda til að skila inn framboðum til stjórnar fram að því tímamarki.


Nánari upplýsingar veitir Thelma Kristín Kvaran, formaður tilnefningarnefndar Nova, á thelma@intellecta.is