Icelandair: Farþegum fjölgaði um 7% í janúar



Heildarfjöldi farþega Icelandair var 225 þúsund í janúar 2024, 7% aukning frá janúar 2023. Í mánuðinum voru 31% farþega á leið til Íslands, 20% frá Íslandi, 41% voru tengifarþegar og 8% ferðuðust innan Íslands. Sætanýting var 69,4%. Stundvísi var 79,8% en veður í janúar hafði nokkur áhrif á stundvísi.  

Seldum blokktímum í leiguflugi fjölgaði um 16%. Fraktflutningar minnkuðu um 9% samanborið við janúar 2023.  

Þrátt fyrir að jarðhræringar og eldgos á Reykjanesi í nóvember og desember hafi ekki raskað flugáætlun Icelandair, hafði alþjóðleg umfjöllun um atburðina veruleg áhrif á þróun bókana á fjórða ársfjórðungi sem er mikilvægt sölutímabil flugferða í janúar. Þetta hafði neikvæð áhrif á sætanýtingu í janúar. Dregið hefur úr þessum neikvæðu áhrifum á fyrstu vikum nýs árs. Atlantshafsmarkaðurinn sýnir töluverð styrkleikamerki og er hlutfall bókana þar mun hærra en á sama tíma í fyrra. Það er jafnframt góð eftirspurn á markaðnum frá Íslandi.  

Nánari upplýsingar
Fjárfestar: Íris Hulda Þóridsóttir, Forstöðumaður Fjárfestatengsla. Netfang: iris@icelandair.is
Media: Ásdís Pétursdóttir, Forstöðumaður Samskipta og sjálfbærni. Netfang: asdis@icelandair.is

Viðhengi



Attachments

01 Traffic Data