Veðskuldabréfasjóðurinn Virðing: Ársreikningur 2023


Veðskuldabréfasjóðurinn Virðing sem er í rekstri Kviku eignastýringar hf. gaf út skuldabréf sem tekin voru til viðskipta hjá NASDAQ OMX Iceland hf. árið 2014. Meðfylgjandi er ársreikningur fyrir árið 2023 fyrir Veðskuldabréfasjóðinn Virðingu.

· Afkoma sjóðsins á árinu 2023 nam 212 þús. kr. samkvæmt rekstrarreikningi þar sem skuldabréfaeigendur fá afkomu sjóðsins greidda í formi vaxtaauka á útgefin skuldabréf.

· Ársreikningurinn var endurskoðaður af Deloitte ehf. Það er álit þeirra að ársreikningurinn gefi glögga mynd af afkomu sjóðsins á árinu 2023, efnahag hans 31. desember 2023 og breytingu á hreinni eign á árinu 2023, í samræmi við lög um ársreikninga og lög um rekstraraðila sérhæfðra sjóða.

Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Kviku eignastýringar hf. í síma 522-0010.

Attachment



Attachments

Veðskuldabréfasjóðurinn Virðing ársreikningur 31.12.23