- Útboð vegna sölu íbúðabréfa, 4. áfangi 2007


Íbúðalánasjóður hefur ákveðið að efna til útboðs á íbúðabréfum í flokkunum
HFF150914, HFF150224, HFF150434 og HFF150644.  Íbúðalánasjóður stefnir að því
að taka tilboðum allt að fjárhæð 5 milljarðar króna að nafnverði. 
Íbúðalánasjóður áskilur sér rétt til að hækka útboðsfjárhæð útboðsins, taka
hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum.  Samkvæmt aðalmiðlarasamningi
Íbúðalánasjóðs við Kaupþing, Glitni, Landsbanka Íslands, Straum - Burðarás og
MP fjárfestingabanka hafa aðalmiðlarar einir rétt á tilboðsgerð. 


Hér með er óskað eftir tilboði í frumsölu á íbúðabréfum gefnum út af
Íbúðalánasjóði í samræmi við eftirfarandi lýsingu. 

Útboðsfjárhæð:	5.000.000.000.   (fimm milljarðar króna)

Lágmarkstilboð:	Samkvæmt aðalmiðlarasamningi dags 30/6/2006.

Lánstími:	Sjá skráningarlýsingu bréfanna dags. 28/6/2004 og 12/11/2004

Útgáfudagur:	Sjá skráningarlýsingu bréfanna dags. 28/6/2004 og 12/11/2004

Endurgreiðslur:	Sjá skráningarlýsingu bréfanna dags. 28/6/2004 og 12/11/2004

Nafnvextir:	Fastir vextir 3,75%

Grunnvísitala:	Sjá skráningarlýsingu bréfanna dags. 28/6/2004 og 12/11/2004

Einingar:	1 kr. rafbréf í hverjum flokki fyrir sig.

Þóknun:	Íbúðalánasjóður greiðir þóknun 0,15%

Verð:	Tilboð skal innihalda verð, með og án þóknunar, tilboðsfjárhæð og
ávöxtunarkröfu. 

Fyrirkomulag:	“American” uppboðsaðferð þar sem hver og einn tilboðsgjafi sækist
eftir sínu verði og niðurstöður útboðs geta því orðið á fleiri en einu verði. 

Uppgjör sölu:	Uppgjör fer fram, föstudaginn 4. maí 2007


Tilboð skulu berast til Fjármálasviðs Íbúðalánasjóðs, Höfðaborg, Borgartúni 21,
Reykjavík fyrir kl. 16:15, fimmtudaginn 26. apríl 2007.   Öllum tilboðum verður
svarað fyrir kl. 09:30, föstudaginn 27. apríl 2007. 

Tilboð skal senda Íbúðalánasjóði í lokuðum umslögum. Einnig má senda tilboð í
tölvupósti til fjarstyring@ils.is eða með myndsendi í númer 569-6890 á
tilboðsdegi ef það er staðfest fyrirfram með símtali við starfsmenn
fjámálasviðs Íbúðalánasjóðs í síma 569-6990.