8. júní 2009
CB Holding ehf. (CB Holding) sem er í meirihluta eigu
Straums-Burðaráss fjárfestingabanka hf. (Straumur), hefur tekið yfir
eignarhaldsfélagið WH Holding Ltd. og dótturfyrirtæki þess, þ.m.t.
West Ham United FC plc ("West Ham" eða "félagið").
Í ljósi þess góða árangurs sem forstjóri og yfirþjálfari félagsins
hafa náð á nýliðinni leiktíð mun CB Holding styðja núverandi
framkvæmdarstjórn til áframhaldandi starfa. Það er því ekki ætlun CB
Holding að gera breytingar á framkvæmdarstjórn né breyta núverandi
stefnu félagsins.
Með hliðsjón af breyttu eignarhaldi hafa formaður og varaformaður
stjórnar látið af störfum og hefur Andrew Bernhardt,
framkvæmdarstjóri hjá Straumi, verið skipaður stjórnarformaður West
Ham.
Frekari upplýsingar veitir;
Georg Andersen
Forstöðumaður Samskiptasviðs
Sími: +354 585 6707.
georg@straumur.com.
CB Holding tekur yfir knattspyrnufélagið West Ham United
| Source: Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki hf.