Áframhaldandi innri vöxtur


Þriðji ársfjórðungur 2011

  • Heildarvelta var 35,9 milljarðar króna og jókst um 15% frá sama tíma í fyrra.
  • Þegar tekið er tillit til félaga sem fóru út úr samstæðunni um síðustu áramót er veltuaukningin 20%
  • EBITDA var 8,7 milljarður króna og lækkaði um 0,5 milljarða króna á milli ára. EBITDA af sambærilegum rekstri 2010 nam 8,9 milljarði króna.
  • EBITDA-hlutfall var 24.1% en var 29,4% á sama tímabili í fyrra.
  • Olíuverð var að meðaltali 46% hærra en á síðasta ári og bein kostnaðarhækkun vegna þessa metin um 2,2 milljarða króna.
  • Afskriftir voru 1,6 milljarðar króna.
  • EBITDAR-hlutfall var 29,6% en var 37,4% á sama tímabili í fyrra.
  • Fjármagnskostnaður var 0,5 milljarðar króna samanborið við 1,2 milljarð króna árið áður.
  • Hagnaður eftir skatta var 5,4 milljarðar króna en var 5,2 milljarðar króna á sama tíma í fyrra.

 

Fyrstu 9 mánuðir 2011

  • Heildarvelta var 76,9 milljarðar króna og jókst um 11% á milli ára.
  • Þegar tekið er tillit til félaga sem fóru út úr samstæðunni um áramót er veltuaukningin 17%.
  • EBITDA var 10,5 milljarðar króna og EBITDA hlutfallið 13,7% en var 11,5 milljarðar króna og 16,6% árið á undan.
  • EBITDA af sambærilegum rekstri 2010 nam 10,3 milljarði króna.
  • EBITDAR-hlutfall var 20,9% en var 26,4% á sama tímabili í fyrra.
  • Fjármagnskostnaður var 1,1 milljarður króna samanborið við 3,0 milljarða króna á sama tímabili í fyrra.
  • Handbært fé frá rekstri nam 13,2 milljörðum króna samanborið við 11,9 milljarða á fyrstu níu mánuðum árið áður.
  • Heildareignir námu 91,4 milljörðum í lok tímabilsins og eiginfjárhlutfall var 36,4% í lok tímabilsins, en var 18,6% á sama tíma í fyrra.

 

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri:

„Sterkur innri vöxtur hélt áfram á þriðja ársfjórðungi. Framboð félagsins í millilandaflugi jókst um 20% og farþegaaukning á milli ára á sama tímabili var 17%. Áframhaldandi vöxtur er áætlaður á árinu 2012 þegar flugáætlun Icelandair mun verða sú stærsta í sögu félagsins og um 14% umfangsmeiri en á þessu ári. Nýr heilsársáfangastaður, Denver í Colorado, bætist við ásamt því að ferðum er fjölgað á aðra áfangastaði félagins.

EBITDA félagsins á þriðja ársfjórðungi nam 8,7 milljörðum króna. EBITDA af sambærilegum rekstri á þriðja ársfjórðungi ársins 2010 nam 8,9 milljörðum. Eldsneytisverð á fjórðungnum var um 46% hærra að meðaltali en á sama tímabili 2010. Við erum því mjög sátt við rekstrarniðurstöðuna og þrátt fyrir blikur á lofti í efnahagsmálum heimsins þá eru rekstrarhorfur Icelandair Group jákvæðar.

Eins og kunnugt er hefur gengi evru og dollars og eldsneytisverð veruleg áhrif á afkomu samstæðunnar. Miklar sveiflur hafa einkennt erlenda fjármálamarkaði að undanförnu sem gerir allar spár óvissari. Vegna hærra eldsneytisverðs og aukinnar framleiðslu þá gerum við ráð fyrir að afkoma á fjórða ársfjórðingi 2011 verði mun lakari en á árinu 2010 þegar EBITDA samstæðunnar nam um 1,1 milljarði króna. Uppfærð rekstrarspá fjórðungsins gerir ráð fyrir að EBITDA á síðasta ársfjórðungi verði óveruleg eða jafnvel neikvæð um allt að 0,5 milljarða króna og að EBITDA ársins í heild verði því 10,0 – 10,5 milljarðar króna.“

 

Frekari upplýsingar veita:

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, sími: 896-1455
Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group, sími: 665-8801 

 

 


Pièces jointes