Leiðandi hagvísir Analytica - Aukið aflaverðmæti drífur hækkun


REYKJAVIK, Iceland, Sept. 19, 2017 (GLOBE NEWSWIRE) -- Leiðandi hagvísir Analytica (e. Composite Leading Indicator) hækkaði um 0,3% í ágúst í kjölfar fjögurra mán. samfelldrar lækkunar. Hins vegar voru gildi fyrir fyrri mánuði endurskoðuð niðurávið. Hagvísirinn bendir enn til að hægja sé á hagvexti niður á eðlilegra stig.

Þrír af sex undirliðum hækka frá í júlí. Eftir að leiðrétt er fyrir áhrifum árstíðasveiflu og langtímaleitni mælist aukning í verðmæti fiskafla, innflutningi og heimsvísitölu hlutabréfa. Aukið verðmæti fiskafla hefur mest áhrif til hækkunar hagvísisins. Langtímauppleitni mikilvægra undirþátta er enn sterk. Áfram eru áhættuþættir í ytra umhverfi sem ógnað gætu hagvexti einkum tengdir stöðunni í alþjóðastjórnmálum. Langvinn stjórnarkreppa í kjölfar þingkosninga í lok okt. gæti einnig haft neikvæð áhrif.

Hagvísirinn er vísitala sem gefur vísbendingu um efnahagsumsvif að sex mánuðum liðnum. Það er hlutverk vísitölunnar að veita skýra sýn á efnahagshorfur og vara tímanlega við viðsnúningi í efnahagsumsvifum. Vísitalan er reiknuð á grundvelli sömu aðferðafræði og annars staðar þar sem sambærilegar vísitölur eru reiknaðar en sérstaklega er tekið mið af verklagi OECD.

Leiðandi hagvísir Analytica er samansettur úr sex undirþáttum af mismunandi toga. Um er að ræða aflamagn, debetkortaveltu, ferðamannafjölda, heimsvísitölu hlutabréfa, innflutning og væntingavísitölu Gallup. Í ágúst hækka tveir af sex undirþáttum frá fyrra ári. Frá í júlí hækka hins vegar þrír af sex undirþáttum.

Hugmyndin að baki vísitölunni er sú að framleiðsla hefur aðdraganda. Vísitalan er reiknuð á grundvelli þátta sem mælast í upphafi framleiðsluferilsins og/eða veita vísbendingar um eftirspurn eftir vörum og þjónustu. Til að unnt sé að auka framleiðslu þarf t.d. að afla aðfanga og stofna til fjárfestinga.

Leiðandi hagvísir Analytica hækkar um 0,3% í ágúst og tekur gildið 99,6, sjá töflu 1. Sú tala á að gefa vísbendingu um framleiðslu sex mánuðum síðar þ.e. í feb. 2018. Hagvísirinn tekur gildið 100 þegar búist er við að landsframleiðsla sé í takt við langtímaleitni.

Tafla 1. Leiðandi hagvísir Analytica 2016-2017
      
  Breyting (%) Vísbend-
 Vísitalaí mánuðifrá fyrra ári ing fyrir
2016     
  ágúst101.20.0%0.7% feb. 2017
  september101.10.0%0.5% mars
  október101.0-0.2%0.3% apríl
  nóvember100.7-0.3%-0.2% maí
  desember100.3-0.3%-0.8% júní
2017     
  janúar100.1-0.3%-1.2% júlí
  febrúar100.10.0%-1.2% ágúst
  mars100.20.1%-1.0% sept.
  apríl100.1-0.1%-1.1% okt.
  maí99.8-0.3%-1.4% nóv.
  júní99.4-0.4%-1.7% des.
  júlí99.3-0.2%-1.9% jan. 2018
  ágúst99.60.3%-1.6% feb.

Birting leiðandi hagvísis Analytica fyrir september er áformuð þann 18/10 2017.

Nánari upplýsingar veitir Yngvi Harðarson hagfræðingur
Sími: 527 8890 - Tölvupóstur yngvi@analytica.is