Stjórn Eikar fasteignafélags hf. hefur samþykkt endurkaupaáætlun í samræmi við stefnu um arðgreiðslu og endurkaup sem tilkynnt var um 12. febrúar 2019.

Ákvörðun um framkvæmd endurkaupaáætlunar byggir á heimild sem stjórn var veitt á hluthafafundi 12. desember 2018 til að koma á viðskiptavakt með hluti í félaginu og/eða til að setja upp formlega endurkaupaáætlun. Tilgangur kaupanna á eigin hlutum er að lækka útgefið hlutafé félagsins.

Samkvæmt endurkaupaáætluninni mun félagið kaupa allt að 40.000.000 hluti, sem jafngildir um 1,15% af útgefnu hlutafé. Ekki verða keyptir hlutir fyrir meira en kr. 300.000.000. Heimild til endurkaupa gildir til 9. mars 2020.

Endurkaupin verða framkvæmd af Kviku banka hf. sem tekur allar viðskiptaákvarðanir er varða kaup á hlutum og tímasetningu kaupanna óháð félaginu. Framkvæmd endurkaupaáætlunar hefst 25. mars 2019 og verður í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995 og viðauka við reglugerð um innherjaupplýsingar og markaðssvik nr. 630/2005.

Verð fyrir hvern hlut skal að hámarki vera hæsta verð í síðustu óháðu viðskiptum eða hæsta fyrirliggjandi óháða kauptilboð í viðskiptakerfi Nasdaq á Íslandi, hvort sem er hærra. Viðskipti félagsins með eigin hluti í samræmi við endurkaupaáætlunina verða tilkynnt í samræmi við lög og reglugerðir. Félagið á nú 8.800.000 hluti í sjálfu sér.

Kynningarfundur ársuppgjörs

Félagið minnir á kynningarfund vegna ársuppgjörs 2018 sem haldin verður á morgun, föstudaginn 8. mars kl. 8.30 á Hóteli 1919 í fundarherberginu Goðafoss, Pósthússtræti 2, Reykjavík. Boðið verður upp á léttan morgunmat frá kl. 8:00. Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar, mun kynna uppgjörið og svara spurningum að lokinni kynningu ásamt Lýð H. Gunnarssyni, framkvæmdastjóra fjármálasviðs.

Nánari upplýsingar veitir Lýður H. Gunnarsson framkvæmdastjóri fjármálasviðs í síma 820-8980 og í netfangi: lydur@eik.is.