Eimskip: Dómur Hæstaréttar Íslands í máli gegn Fjármálaeftirlitinu


Í dag kvað Hæstiréttur Íslands upp dóm í máli Eimskipafélags Íslands hf. gegn Fjármálaeftirlitinu og íslenska ríkinu.

Bakgrunnur málsins er sá að Fjármálaeftirlitið tók ákvörðun í mars 2017 um að Eimskip hefði brotið gegn 1. mgr. 122. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti með því að birta ekki innherjaupplýsingar sem Fjármálaeftirlitið taldi að hefðu komið fram í drögum árshlutareiknings fyrir fyrsta ársfjórðung 2016. Lögð var 50.000.000 króna stjórnvaldssekt á félagið.

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Fjármálaeftirlitið og íslenska ríkið af kröfum félagsins með dómi uppkveðnum í apríl 2018, sem Landsréttur staðfesti síðan í júní sl.

Eimskip sótti um áfrýjunarleyfi sem Hæstiréttur samþykkti og gaf út sl. sumar, þar sem talið var að málið hefði fordæmisgildi á sviði verðbréfaviðskipta. Niðurstaða Hæstaréttar er sú að hinn áfrýjaði dómur Landsréttar er staðfestur.

Að mati félagsins var öllum undirbúningi við gerð og birtingu árshlutauppgjörs fyrsta ársfjórðungs 2016 hagað í samræmi við lög og góða stjórnarhætti, enda afkoman í samræmi við birta afkomuáætlun fyrir árið 2016. Þess vegna er niðurstaðan félaginu vonbrigði.

Dómurinn verður aðgengilegur á heimasíðu Hæstaréttar.

Nánari upplýsingar veitir Edda Rut Björnsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri í síma 825-3399 eða investors@eimskip.is