EIM: Tveir úrskurðir Landsréttar


Í dag barst úrskurður Landsréttar um síðari kröfu félagsins vegna rannsóknar Samkeppniseftirlitsins skv. 102 gr. laga um meðferð sakamála, þess efnis að haldi allra þeirra gagna sem haldlögð voru í tveimur húsleitum verði aflétt og afritum þeirra eytt. Héraðsdómur hafnaði þessari síðari kröfu þann 18. desember sl. og í dag staðfesti Landsréttur þá niðurstöðu. Fram kemur í úrskurði Landsréttar að félagið geti látið reyna á atriði sem snerta rannsókn Samkeppniseftirlitsins á síðari stigum til ógildingar á ákvörðun þess, komi til hennar.

Einnig úrskurðaði Landsréttur í máli vegna kröfu fyrrverandi forstjóra að rannsókn Héraðssaksóknara á hendur honum verði hætt. Héraðsdómur hafnaði kröfunni þann 17. janúar sl. og í dag staðfesti Landsréttur þá niðurstöðu.

Nánari upplýsingar veitir Edda Rut Björnsdóttir,  markaðs- og samskiptastjóri í síma 825-3399 eða investors@eimskip.is