Marel - Nýir samningar um viðskiptavakt við Íslandsbanka hf. og Kviku banka hf.


Marel hf. hefur gert nýja samninga um viðskiptavakt á útgefnum hlutabréfum í Marel hf. við Íslandsbanka hf. og Kviku banka hf. Þessir samningar koma í stað eldri samninga um viðskiptavakt sem gerðir voru við sömu aðila 2. október 2018 og 26. ágúst 2010 (þá við MP banka).

Tilgangurinn með viðskiptavaktinni er að efla viðskipti með hlutabréf félagsins í kauphöll Nasdaq Iceland.

Íslandsbanki hf. og Kvika banki hf. skuldbinda sig sem viðskiptavakar til að setja daglega fram kaup- og sölutilboð á Nasdaq Iceland í hlutabréf í Marel hf. að lágmarki 40.000 hlutir hvor viðskiptavaki um sig, á gengi sem Íslandsbanki hf. og Kvika banki hf. ákveða í hvert skipti. Hámarksmunur á kaup- og sölutilboðum skal ekki vera meiri en 1,5% og frávik frá síðasta viðskiptaverði skal ekki fara yfir 3%. Heildarfjöldi hluta sem hvor viðskiptavaki um sig er skuldbundinn til að eiga viðskipti með á hverjum degi eru 240.000 hlutir í Marel hf.

Samningarnir sem taka gildi þann 24. febrúar 2020 eru ótímabundnir en uppsegjanlegir með eins mánaðar fyrirvara.

Samningi um viðskiptavakt við Landsbankann hf. var í dag sagt upp og tekur uppsögnin gildi þegar í stað.

Fjárfestatengsl

Nánari upplýsingar veita fjárfestatengsl Marel í gegnum netfangið IR@marel.com og í síma 563 8001.

Um Marel

Marel (NASDAQ: MAREL; AEX: MAREL) er í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu tækja, heildarlausna, hugbúnaðar og þjónustu fyrir matvælavinnslu á kjúklingi, kjöti og fiski. Hjá félaginu starfa yfir 6000 manns í yfir 30 löndum, þar af um 720 á Íslandi. Marel velti um 1,3 milljarði evra árið 2019 en árlega fjárfestir Marel um 6% af veltu í nýsköpun og vöruþróun sem styður við aukna hagkvæmni, öryggi og sjálfbærni í matvælavinnslu. Félagið var skráð í Kauphöll Íslands árið 1992, en í júní 2019 fór fram tvíhliða skráning á hlutabréfum í félaginu í Euronext kauphöllinni í Amsterdam.