Fyrstu aðgerðir Reykjavíkurborgar til viðspyrnu vegna Covid-19


Í dag er lögð fram í borgarráði tillaga að fyrstu aðgerðum Reykjavíkurborgar til viðspyrnu vegna Covid-19. Þær efnahagslegu þrengingar sem blasa við vegna heimsfaraldurs Covid-19 munu hafa umtalsverð áhrif á rekstur og afkomu Reykjavíkurborgar eins og annarra sveitarfélaga. Gera  má ráð fyrir að útsvarstekjur og aðrir mikilvægir tekjustofnar borgarinnar dragist saman í þeirri niðursveiflu sem er framundan. Á sama tíma er ljóst að Reykjavíkurborg eins og önnur sveitarfélög verða að standa við skyldur sínar gagnvart íbúum og þær geta orðið talsvert kostnaðarsamari en fyrirséð var í áætlunum sem samþykkt var í borgarstjórn í desember sl.

Til grundvallar aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar liggur greining á mismunandi sviðsmyndum varðandi þróun efnahags- og atvinnumála og áhrif þeirra á fjármál og rekstur borgarinnar. Sviðsmyndagreiningin er liður í virkri áhættustýringu og lögð fram til að undirbúa viðbrögð borgarinnar rekstrar- og fjárhagslega við þeirri efnahagslægð sem fyrirséð er.

Markmið aðgerðanna er að stytta niðursveifluna eins og kostur er, verja lífsafkomu og lífskjör allra borgarbúa, styðja við endurreisn fyrirtækja og atvinnulífs og skapa á ný fjölbreytta og blómlega framtíð í lífsgæðaborg.

Sjá nánar í meðfylgjandi tillögu um aðgerðir og kynningu á sviðsmyndum og fjárhagslegri greiningu.

Nánari upplýsingar veitir:
Halldóra Káradóttir, sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs,
halldora.karadottir@reykjavik.is

Viðhengi


Pièces jointes

1 Tillaga að fyrstu aðgerðum Reykjavíkurborgar vegna áhrifa af Covid19_200-03-26 (003) 2 Tillaga um að flýta verkefnum á vegum Reykjavíkurborgar 2020 (003) Sviðsmyndir og fjárhagsleg greining 2020-03-26_(lok) (003)