Eik fasteignafélag hf.: Niðurstaða skuldabréfaútboðs


Eik fasteignafélag hf. hefur nú lokið sölu á nýjum skuldabréfaflokki, EIK 100327.

Skuldabréfaflokkurinn EIK 100327 er verðtryggður með sex ára lánstíma og fylgir 30 ára jafngreiðsluferli. Lokagjalddagi flokksins verður þann 10. mars 2027 og mun hann deila veðsafni með þegar útgefnum skuldabréfaflokkum félagsins, EIK 100346, EIK 161047, EIK 050726, EIK 050749 og EIK 23 1, og lánum frá fjármálastofnunum. Hámarksstærð flokksins er 3.000 milljónir króna.

Heildareftirspurn í útboðinu nam samtals 5.460 milljónum króna á veginni meðalávöxtunarkröfu 1,53%, og var útboðið með hollensku fyrirkomulagi.

Ákveðið var að taka tilboðum að fjárhæð 2.200 milljónir króna á ávöxtunarkröfunni 1,45%.

Stefnt er að uppgjöri viðskiptanna þann 10. mars næstkomandi og verður óskað eftir því að nýju bréfin verði tekin til viðskipta á Nasdaq Iceland.

Íslandsbanki hafði umsjón með viðskiptunum.

Nánari upplýsingar veitir:

Lýður Heiðar Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, lydur@eik.is, s: 590-2209 / 820-8980