Ljósleiðarinn vekur athygli á ákvörðun Fjarskiptastofu nr. 15/2024 um framkvæmd fjárhagslegs aðskilnaðar hjá Ljósleiðaranum ehf.
Niðurstaða Fjarskiptastofu er eftirfarandi:
„Framkvæmd fjárhagslegs aðskilnaðar milli Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélagsins Ljósleiðarans ehf., á árunum 2021 til 2023, er í samræmi við 10. gr. laga um fjarskipti nr. 70/2022.“
Einar Þórarinsson framkvæmdastjóri Ljósleiðarans fagnar niðurstöðunni. „Það er mjög gott að vera búin að fá niðurstöðu í þessa úttekt. Rökstuðningur Fjarskiptastofu er góður og skýr. Úttektin vel unnin og í samræmi við það sem við í Ljósleiðaranum höfum alltaf haldið fram.“
Frekari upplýsingar um niðurstöðu Fjarskiptastofu má lesa hér.