Útgáfuáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar fyrir apríl til desember 2025


Bæjarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar samþykkti fjárhagsáætlun ársins 2025 og 2026-2028 á fundi sínum 12. desember 2024 og lántökuáætlun fyrir árið 2025 á sama tíma. Gert er ráð fyrir að lántaka bæjarsjóðs nemi allt að 6.064 m.kr. á árinu 2025.
Lántakan verður framkvæmd með útgáfu nýs skuldabréfaflokks eða með öðrum hætti sem álitinn er hagkvæmur út frá markaðsaðstæðum  hverju sinni.

Skuldabréfaútboð Hafnarfjarðarkaupstaðar á árinu eru fyrirhuguð á eftirfarandi dögum:

  • 14. maí
  • 17. september
  • 12. nóvember

Útgáfuáætlun er lögð fram til að auka fyrirsjáanleika á markaði en Hafnarfjarðarkaupstaður áskilur sér rétt til að bregða út af þessari áætlun, fella niður útboð og/eða bæta við útboðsdögum. Útgáfuáætlunin nær frá apríl til desember 2025.

Tilkynnt verður um fyrirkomulag einstakra útboða í fréttakerfi NASDAQ OMX á Íslandi að lágmarki einum degi fyrir útboð.

Umsjónaraðili skuldabréfaútboða fyrir Hafnarfjarðarkaupstað er Markaðsviðskipti Arion banka.

Nánari upplýsingar veitir:

Helga Benediktsdóttir
sviðsstjóri fjármálasviðs
helga@hafnarfjordur.is