Landsbankinn hf. tilkynnti í dag um niðurstöður endurkaupatilboðs sem birt var þann 27. október 2025 til eigenda skuldabréfa í evrum á gjalddaga 2027 (ISIN: XS2679765037) þar sem bankinn bauðst til að kaupa skuldabréfin til baka gegn greiðslu reiðufjár. Endurkaupin byggðu á skilmálum endurkaupatilboðs (e. tender offer memorandum).
Í skuldabréfaflokkinn bárust gild tilboð að fjárhæð 281.590.000 evra og voru öll tilboð samþykkt.
Umsjónaraðilar eru ABN AMRO Bank, BofA Securities Europe, Natixis og NatWest Markets.
Nánari upplýsingar um niðurstöður endurkaupatilboðs má finna í tilkynningu á Euronext Dublin (www.ise.ie) þar sem skuldabréfin eru skráð.
Þessi tilkynning er birt af Landsbankanum hf. og inniheldur upplýsingar sem töldust eða kunna að hafa talist innherjaupplýsingar í skilningi 7. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og Ráðsins (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik (MAR), sbr. lög nr. 60/2021, um aðgerðir gegn markaðssvikum, sem innihalda upplýsingar tengdar endurkaupatilboðinu sem lýst er hér að ofan. Tilkynning þessi er gerð af Hreiðari Bjarnasyni, framkvæmdastjóra fjármála hjá Landsbankanum hf., í samræmi við upplýsingaskyldu Landsbankans hf. samkvæmt MAR og 2. gr. framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EU) 2016/1055.