Fossar fjárfestingarbanki hf.: Útgáfa á nýjum skuldabréfaflokki


Fossar fjárfestingarbanki hf.: Útgáfa á nýjum skuldabréfaflokki

Fossar fjárfestingarbanki hf. hefur lokið sölu á nýjum skuldabréfaflokki FOS 27 1 sem gefinn er út undir 12.000.000.000 útgáfuramma bankans.

FOS 27 1 er almennur skuldabréfaflokkur sem ber fljótandi vexti tengda eins mánaðar REIBOR vöxtum auk 1,70% vaxtaálags með lokagjalddaga þann 23. júní 2027. Samþykkt tilboð námu 2.800 m.kr.

Niðurstaða skiptiútboðs leiðir til þess að endurkaup á FOS 26 1 nema 720 m.kr. af samþykktum tilboðum.

Fossar fjárfestingarbanki hf. hafði umsjón með útgáfu og sölu skuldabréfanna sem og fyrirhugaðri töku þeirra til viðskipta á markaði. Uppgjör viðskiptanna fer fram 23.12.2025.

Grunnlýsing, endanlegir skilmálar og önnur skjöl er varða útgáfu flokksins og umsókn um töku skuldabréfanna til viðskipta í Kauphöll verða þá birt á vefsíðu bankans: www.fossar.is/fjarfestar.


Nánari upplýsingar:

Arnar Friðriksson
Fossar fjárfestingarbanki
Sími: 865-8101
Netfang: arnar.fridriksson@fossar.is

Ásgrímur Gunnarsson
Fossar fjárfestingarbanki
Sími: 832-4040
Netfang: asgrimur.gunnarsson@fossar.is