- 2007


Þann 31. mars 2008 var aðalfundur Verðbréfunar hf. haldinn að Austurstræti 11,
101 Reykjavík, þar sem ársreikningur félagsins fyrir árið 2007 voru lagðir fram
og samþykktir. 

Umfjöllun um ársreikninginn og ákvarðanir stjórnar og hluthafa.
Stjórn og hluthafar samþykktu ársreikning Verðbréfunar fyrir árið 2007 á fundum
sínum í nú lok mars 2008. 

Starfsemin hjá Verðbréfun hf. hefur verið í lágmarki á árinu 2007.
Fasteignamarkaður hefur verið að leita í jafnvægi og hefur dregið úr
uppgreiðslu á lánum Verðbréfunar hf.  Lánasafn Verðbréfunar hefur dregist
lítillega saman á milli ára eða 8,3%.  Úrdráttur skuldabréfa Verðbréfunar hf
hefur verið í jafnvægi á árinu og hefur verið dregið út úr safnbréfaflokki í
samræmi við inngreiðslur lána. Áætlanir gera ráð fyrir óbreyttum rekstri á
árinu 2008.   Rekstrarhagnaður Verðbréfunar hf. vegna ársins 2007 var neikvæður
um 2,8 milljónir króna fyrir skatta og/eða 2,3 millj. króna tap eftir
útreiknings skatta.  Verðbréfun færir upp skattinneign vegna eignar á
yfirfæranlegu tapi þar það telur að skattinneignin muni nýtast félaginu til
framtíðar. 
 
Heildareignir félagsins lækkuðu um  44,7 miljónir króna á milli ára eða 10,6%. 
Eigið fé félagsins lækkaði á sama tíma um 2,3 milljónir króna frá fyrra ári eða
27,3%. 

Framtíðarhorfur.
Framtíðarhorfur á íbúðalánamarkaði munu skýrast þegar fram í sækir en
starfssemi Verðbréfunar hf. fer talsvert eftir því hversu mikið jafnvægi
skapast á skuldabréfamarkaði.  Gert er ráð fyrir óbreyttum rekstri á komandi
ári. 

Ráðstöfun afkomu.
Tap félagsins er fært til lækkunar á óráðstafað eigið fé

Upplýsingar um ársreikning Verðbréfunar gefur Haukur Agnarsson,
framkvæmdastjóri Verðbréfunar í síma 410 7735

Attachments

verbrefun hf - arsreikningur 2007 ifrs.pdf frettatilkynning til vi 31 mars 2008 vegna arsins 2007.pdf