Viðbótarskýringar við ársreikning Tryggingamiðstöðvarinnar hf. 2007


Tilkynnt er hér með um eftirfarandi viðbótarskýringar við ársreikning
Tryggingamiðstöðvarinnar hf. 2007 sem birtur var 13. febrúar 2008: 

1.	Laun til sex fyrrverandi stjórnarmanna, sem setið höfðu í stjórn
Tryggingamiðstöðvarinnar á árinu 2007 en höfðu gengið úr stjórninni fyrir lok
ársins, voru sem hér segir: 

	Gunnlaugur S. Gunnlaugsson, fv. stjórnarform. kr. 3.400.000
	Geir Zoëga, fv. meðstj. kr. 1.700.000
	Guðbjörg Matthíasdóttir, fv. meðstj. kr. 1.700.000
	Guðmundur Pétur Davíðsson, fv. meðstj. kr. 450.000
	Páll Magnússon, fv. meðstj. kr. 1.050.000
	Sigurður G. Guðjónsson, fv. meðstj. kr. 2.600.000

2.	Störf stjórnar Tryggingamiðstöðvarinnar hf. grundvallast á samþykktum
félagsins og starfsreglum stjórnar sem settar eru á grundvelli laga um
hlutafélög nr. 2/1995 með síðari breytingum.  Starfsreglurnar eru reglulega
teknar til endurskoðunar og stjórn félsgsins kappkostar að þær leiði til
vandaðra stjórnarhátta.  Í því skyni hafa leiðbeinandi tilmæli um stjórnarhætti
fyrirtækja sem sameiginlega voru gefin út af Kauphöll Íslands, Samtökum
atvinnulífsins og Verslunarráði Íslands í mars 2004 verið höfð til hliðsjónar. 
Helstu frávik eru að ekki hefur verið skipuð sérstök endurskoðunarnefnd eða
starfskjaranefnd.  Verkefnum sem þessum nefndum væri annars ætla að sinna er
sinnt af stjórninni sjálfri.