2007 - Leiðrétting - Fyrirtækjafréttir Q4 and FY2007 Earnings Release - Frétt birt 2008.03.31:18:23:07


Leiðrétting: Íslenskri þýðingu bætt við.

Helstu niðurstöður úr samstæðuuppgjöri Flögu Group hf.

4. ársfjórðungur 2007:

•  Tekjur námu USD 9,2 milljónum sem er USD 460 þúsund eða 5% samdráttur miðað
   við sama tímabil fyrra árs. 

•  EBITDA framlegð var neikvæð er nam USD 334 þúsundum samanborið við EBIDTA
   framlegð er nam USD 828 þúsundum á fyrra ári. 

•  Tap ársfjórðungsins nam USD 11,5 milljónum.

Árið 2007:

•  Tekjur námu USD 33,2 milljónum sem er USD 687 þúsund eða 2% aukning frá fyrra
   ári. 

•  EBITDA framlegð nam USD 127 þúsundum samanborið við USD 1 milljón á fyrra
   ári. 

•  Tap ársins nam USD 12,6 milljónum 

Ársreikningur 2007 fyrir samstæðu Flögu Group hf. var samþykktur á
stjórnarfundi 31. mars 2007. Ársreikningurinn, sem gerður er í samræmi við
alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS-International Financial Reporting
Standards), hefur verið endurskoðaður af endurskoðendum félagsins og áritaður
án athugasemda.
 
Lykiltölur úr samstæðuuppgjöri: Sjá viðhengi.

Samantekt ársins
Félagið steig framfaraskref á árinu 2007 þrátt fyrir ófullnægjandi sölu og
nauðsyn þess að þurfa að færa niður hluta af viðskiptavild félagsins. Framþróun
félagsins heldur áfram og það hafði í lok ársins 2007 náð sterkari
samkeppnisstöðu til að auka arðsemi í framtíðinni. 

Embla Systems
Í nóvember 2007 tilkynnti félagið stóran einkadreifingarsamning við Beth Israel
Deaconess Medical Center (BIDMC). Dreifingarsamningurinn fjallar um nýtt
svefnalgrím sem þróað var af BIDMC til að mæla gæði svefns og kemur í stað hins
hefðbundna yfirlits svefnstiga. Tæknin sem nefnist sameiginlegt mat á hjarta-
og lungnastarfsemi (e: Cardio Pulmonary Coupling, CPC) er einstök og veitir
læknum í svefngeiranum í fyrsta skipti algerlega sjálfvirkt tæki til að meta
gæði svefns og greina mismunandi form kæfisvefns. Í fyrstu verður algrímið
innleitt í núverandi svefngreiningartæki Emblu, en í framhaldi verða þróuð ódýr
skimunar- og greiningartæki sem hægt væri að selja til almennings. Mögulegur
markaður fyrir greiningartækið er fyrir einstaklinga sem eiga við
svefntruflanir að stríða (áætlað yfir 60 milljónir Bandaríkjamanna) og
sjúklinga sem nú þegar eru á kæfisvefnsmeðferð (áætlað vera 13 milljónir
Bandaríkjamanna) og eru undir litlu eða engu eftirliti, til að mæla raunveruleg
svefngæði og meðferðarheldni. Tækið veitir félaginu möguleika á að endurskoða
hvernig gæði svefns eru skilgreind innan greinarinnar og félagið hefur trú á að
þessi einkadreifingarsamningur feli í sér mikilvæg ný tækifæri. 

Félagið gekk einnig frá samningi við Fisher & Paykel  í nóvember 2007 um
dreifingu heimamælingatækisins Emblettu í Bandaríkjunum. Í kjölfarið kom
bráðabirgðaákvörðun frá  Centers for Medicare and Medicaid (CMS) sem hefur nú
verið staðfest en það er samþykki á heimamælingum til að greina kæfisvefn.
Félagið er leiðtogi í sölu tækja til heimamælinga í Evrópu og þessi ákvörðun
opnar dyr fyrir vöruna í Bandaríkjunum. Nákvæm útfærsla á hvernig verður greitt
fyrir heimamælingar liggur ekki fyrir en þetta er mikilvægt tækifæri fyrir
félagið. 

Félagið hóf viðræður um sölu á dreifingarsamningi fyrir ResMed vörur á Íslandi
á fjórða ársfjórðungi og er nú söluferli lokið. Eftir að Flaga lokaði
höfuðstöðvum sínum á Íslandi og dró verulega úr starfsemi þar var það álit
félagsins að dreifingu ResMed vara yrði betur borgið í höndum félags með
starfsemi á Íslandi. Því var leitað að hentugum aðila og dreifingin var seld
til Vistor sem er leiðandi á sviði markaðssetningar og dreifingar á heilsuvörum
og lyfjum á Íslandi. 

SleepTech 
Eftir stefnubreytingar í byrjun ársins hefur SleepTech þróað vaxtarstefnu sína
með góðum árangri með tilkomu nýrra samninga. Á Tri-State svæðinu hefur
fyrirtækið útvíkkað starfsemi sína í gegnum núverandi verkefni og fyrir liggja
nokkrar tillögur að nýjum samningum. Utan Tri-State svæðisins hefur SleepTech
hafið samstarf með sérfræðingum í Kaliforníu, skrifað undir samning um nýja
svefnmælingastofu í Missisisppí og er um það bil að festa sér nýja starfsemi í
enn öðru fylki. Allt þetta ásamt öðru frumkvæði hefur útvíkkað starfsemi
SleepTech í Norður-Bandaríkjunum og fyrirtækið mun halda áfram að stækka með
því að nýta sér áframhaldandi vöxt á svefnmarkaði.  Fyrirtækið telur að
nýtilkomnar greiðslur fyrir heimamælingar muni skapa tækifæri fyrir
svefnmælingastofur þar sem fjöldi sjúklinga með svefntruflanir hefur ekki
fengið þjónustu og mun aðgengi að svefngreiningum aukast í gegnum heimilislækna
og heimamælingar. Þeim sjúklingum sem dugar ekki niðurstöður heimamælinga mun
síðan verða vísað til svefnmælingastofa.  SleepTech fagnar því tilkomu
heimamælinga sem viðbót við þjónustu sína. 

Rekstur 2007
Tekjur samstæðunnar á árinu 2007 voru undir væntingum sem leiddi til meiri taps
en búist var við. Því tilkynnti stjórn Flögu Group virðisrýrnum viðskiptavildar
sem hafði umtalsverð neikvæð áhrif á afkomu fjórða ársfjórðungs og ársreikninga
ársins 2007. Virðisrýrnum að upphæð um það bil USD 10,8 milljónir var færð á
viðskiptavild félagsins sem var tilkomin vegna kaupa á Medcare Systems U.S.
árið 2002 (nú þekkt sem Embla Systems). Virðisrýrnunin tengist ekki
viðskiptavild sem tengist kaupum félagsins á Sleeptech árið 2004.  Að auki hafa
ýmsar eignir verið endurmetnar og færðar niður í tengslum við niðurfærslu
viðskiptakrafna og birgða og afskriftir lánstækja. Þessar niðurfærslur hafa
áhrif á tekjur og eignir félagsins á árinu 2007. 

Efnahagsreikningur
Heildareignir þann 31. desember 2007 námu USD 47,9 milljónum, sem er lækkun um
USD 14,2 milljónir frá ársbyrjun. 

Eigið fé nam USD 27,4 milljónum þann 31. desember, samanborið við USD 40,2
milljónir í ársbyrjun. Eiginfjárhlutfallið var 57% í samanburði við 65% í 
árslok 2006. 

Sjóðsstreymi
Veltufé til rekstar nam USD 1,2 milljónum á árinu 2007 samanborið við veltufé
frá rekstri um USD 1,4 milljón árið á undan. 

Framtíðarhorfur
Hörð samkeppni ríkir sem fyrr á markaði fyrir svefngreiningarvörur. Félagið
býst við að bæta samkeppnisstöðu sína á Bandaríkjamarkaði í kjölfar nýrrar
reglugerðar er heimilar greiðslur fyrir heimamælingar og tilkomu nýrrar tækni
(CPC) á árinu 2008. Félagið mun einnig halda áfram að byggja upp samband sitt
við dreifingaraðila Emblu um allan heim til að auka sölu félagsins og tryggja
stöðu sína sem ,,viðmiðunarstaðall” fyrir svefngreiningartæki. 
 
Félagið mun styðja við vöxt SleepTech utan Tri-State svæðisins með
árangursríkri innleiðingu agaðra staðla fyrirtækisins ásamt því að hverfa frá
þeirri stefnu að þjónusta einungis sjúkrahús að uppbyggingu beins samstarfs við
sérfræðinga með eigin stofur. 

Sveiflur eru áfram fyrirsjáanlegar í náinni framtíð félagsins en það er
staðföst trú yfirstjórnar Flögu Group að langtímahorfur félagsins séu traustar. 

Birtingadagar uppgjöra Flögu Group 2007:

Aðalfundur 2007:	  17. apríl 2008

1. ársfjórðungur: 8. maí 2008
2. ársfjórðungur: 21. ágúst 2008
3. ársfjórðungur: 13. nóvember 2008
4. ársfjórðungur: 19. febrúar 2009

Frekari upplýsingar veitir:	
David Baker, forstjóri Flögu Group hf., í síma +1 480 236 4705
Criss Sakala, fjármálastjóri Flögu Group hf., í síma +1 303 962 1781

Attachments

afkomutilkynning 4f 2007.pdf