- Afkoma Sparisjóðs Bolungarvíkur á árinu 2008


Tap 1.619 milljónir króna

Helstu niðurstöður ársreiknings Sparisjóðs Bolungarvíkur fyrir árið 2008:

•  Tap varð 1.619 milljónir króna eftir skatta samanborið við 255 milljóna króna
   hagnað á árinu 2007. Fyrir skatta nam tapið 1.879 milljónum króna samanborið
   við 307 milljóna króna hagnað á árinu 2007. 

•  Arðsemi eigin fjár eftir skatta var neikvæð um 80,7% samanborið við 19,5%
   arðsemi á árinu 2007. 

•  Hreinar vaxtatekjur hækkuðu um 12,1% frá fyrra ári og voru 153 milljónir
   króna. 

•  Hreinar rekstrartekjur voru neikvæðar um 951 milljón króna en voru jákvæðar
   um 661 milljón króna á árinu 2007. Munar þar mestu um niðurfærslu  á
   eignarhlutum sparisjóðsins í Sparisjóðabanka Íslands og öðrum
   fjármálafyrirtækjum.
 
•  Framlag í afskriftareikning útlána nam 667 milljónum króna samanborið við 
   var 127 milljónir króna árið 2007. Þessi hækkun er að mestu leiti tilkomin
   vegna afskrifta útlána sparisjóðsins í erlendum myntum.
 
•  Heildareignir námu 10.946 milljónum króna í árslok 2008 og hafa aukist um
   18,2% á árinu.
 
•  Útlán til viðskiptamanna námu 7.187 milljónum króna í árslok 2008 og jukust
   um 41,5%. Stærstan hluta aukningarinnar má rekja til gengishækkunar útlána í
   erlendum myntum ásamt hækkunar á verðtryggðum útlánum. 

•  Innlán námu 3.768 milljónum króna í lok ársins 2008, sem er 15,1% aukning frá
   fyrra ári.
 
•  Eigið fé nam 234 milljónum króna í lok ársins 2008 og lækkar um um 88,3% á
   árinu. CAD-eiginfjárhlutfall var 2,4% í lok ársins samanborið við 15,1% í
   árslok 2007. 

Ársreikningur Sparisjóðs Bolungarvíkur fyrir árið 2008 endurspeglar þær
sviptingar sem urðu fjármálamarkaði á árinu. Sparisjóðurinn varð fyrir miklu
tjóni í bankahruninu síðastliðið haust og hefur gengið svo á eigið fé
sparisjóðsins að hann uppfyllir ekki lengur kröfur um lágmarks
eiginfjárhlutfall fjármálastofnana. Til að uppfylla eiginfjárkröfur hefur
sparisjóðurinn sótt um eiginfjárframlag frá Ríkissjóði Íslands á grundvelli
neyðarlaga nr. 125/2008 og mun framlag ríkissjóðs til sparisjóðsins nema allt
að 401 milljón króna. Einnig liggur tillaga fyrir stofnfjárfundi um allt að 300
milljón króna aukningu stofnfjár til viðbótar framlagi ríkissjóðs. Þá hefur
verið ráðist í hagræðingaraðgerðir innan sparisjóðsins til að draga úr
rekstrarkostnaði. 

Horfur fyrir árið 2009 eru jákvæðar að því tilskildu að sparisjóðurinn fái
eiginfjárframlag frá Ríkissjóði Íslands og stöðugleiki komist á í íslensku
fjármálalífi. 

Aðalfundur Sparisjóðs Bolungarvíkur verður haldinn fimmtudaginn 7. maí n.k.

Nánari upplýsingar veitir Ásgeir Sólbergsson, sparisjóðsstjóri, netfang:
asgeir@spbol.is í síma 450-7100. 
 

Lykiltölur úr rekstri Sparisjóðs Bolungarvíkur árið 2008

Sjá viðhengi.

Attachments

spbol2008.pdf spbol - frettatilk  arsuppgj 2008.pdf spbol-lykiltolur2008.pdf