- Innköllun, nauðasamningar


Þorsteinn Einarsson umsjónarmaður með nauðasamningsumleitunum Stoða (FL Group
hf.) birti eftirfarandi innköllun í Lögbirtingablaðinu í gær: 

„Innköllun - nauðasamningar

Með úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur, uppkveðnum þann 6. apríl 2009 var FL Group
hf. (Stoðum), kt. 601273-0129, Síðumúla 24, Reykjavík, veitt heimild til að
leita nauðasamnings. 

Hér með er skorað á alla þá, sem telja sig eiga samningskröfur samkvæmt 1. mgr.
29. gr. laga nr. 21/1991 á hendur félaginu, að lýsa þeim fyrir undirrituðum
umsjónarmanni með nauðasamningsumleitunum innan fjögurra vikna frá fyrri
birtingu þessarar innköllunar. Kröfulýsingar skulu sendar undirrituðum að
Aðalstræti 6, 5. hæð, 101 Reykjavík. 

Fundur verður haldinn með þeim lánardrottnum, sem eiga atkvæðisrétt um
samningsfrumvarp skuldarans, í fundarsal Lögmannafélags Íslands að Álftamýri 9,
Reykjavík, þriðjudaginn 26. maí 2009, kt. 14:00, til þess að greiða þar atkvæði
um frumvarpið. 

Reykjavík, 8. apríl 2009.
Þorsteinn Einarsson hrl.“