Ríkið yfirtekur rekstur Sparisjóðsins í Keflavík - Hefur ekki áhrif á daglega starfsemi


Sparisjóðurinn í Keflavík

Ríkið yfirtekur rekstur Sparisjóðsins í Keflavík

Hefur ekki áhrif á daglega starfsemi

Fjármálaeftirlitið hefur tekið yfir starfsemi Sparisjóðsins í Keflavík.
Starfsemin mun halda áfram í óbreyttri mynd og verður opnunartími útibúa því
eins og áður hefur verið. 
Allar innstæður eru tryggðar samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnar Íslands frá því
í febrúar 2009 sem staðfest var í desember síðastliðnum. Engin röskun verður á
þjónustu við viðskiptavini. 

Stjórn Sparisjóðsins í Keflavík hefur farið fram á að Fjármálaeftirlitið taki
yfir starfsemi sparisjóðsins í kjölfar þess að samningaviðræðum við kröfuhafa
hans lauk án árangurs. Í ákvörðunum Fjármálaeftirlitsins um ráðstöfun eigna og
skulda sparisjóðsins kemur fram að innlán Sparisjóðsins í Keflavík og eignir
hafa verið fluttar til nýs sparisjóðs. Spkef sparisjóður hefur verið stofnaður
og er að fullu í eigu ríkisins. 

Í stjórn Spkef sparisjóði:
•	Ásta Dís Óladóttir formaður
•	Helga Loftsdóttir
•	Valdimar Halldórsson
•	Anna María Pétursdóttir
•	Ottó Hafliðason

Fjármálaeftirlitið hefur skipað Sparisjóðnum í Keflavík bráðabirgðastjórn. 
Í bráðabirgðastjórn Sparisjóðsins í Keflavík eru:

•	Soffía Eydís Björgvinsdóttir,hdl., formaður
•	Auður Ósk Þórisdóttir, löggiltur endurskoðandi
•	Elvar Örn Unnsteinsson, hrl


Meðfylgjandi skjal inniheldur ákvörðun Fjármálaeftirlitsins varðandi
Sparisjóðinn í Keflavík. 

  
Viðhengi við þessa tilkynningu:

http://fme.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=7196