- Aðalfundur 21.maí 2010


Aðalfundur Icelandair Group hf. verður haldinn föstudaginn 21. maí 2010 klukkan
16:00 á Hilton Reykjavik Nordica. 


Dagskrá


1.	Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á síðastliðnu starfsári
2.	Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðenda   
         lagður fram til staðfestingar 
3.	Ákvörðun um ráðstöfun tekjuafgangs félagsins, þ.m.t. greiðslu arðs
4.	Tillaga um að heimila félaginu að kaupa eigin hlutabréf
5.	Ákvörðun um þóknun til stjórnar
6.	Kosning stjórnar félagsins
7.	Kjör endurskoðenda (endurskoðunarfyrirtækis)
8.	Starfskjarastefna
9.	Tillaga um nýjar samþykktir
10.	Önnur mál löglega fram borin


Tillögur


a)	Ársreikningur verði samþykktur (liður 2)
Stjórn Icelandair Group hf. leggur til við aðalfund félagsins að ársreikningur
fyrir árið 2010 verði samþykktur. 
b)	Ekki verði greiddur arður (liður 3)
Stjórn Icelandair Group hf. leggur til við aðalfund félagsins að ekki verði
greiddur arður vegna rekstrarársins 2008. 
c)	Heimild til kaupa á eigin bréfum (liður 4)
Stjórn Icelandair Group hf. leggur til við aðalfund félagsins að félaginu verði
heimilt að kaupa allt að 10% af eigin bréfum,  skv. 55. gr. laga nr. 2/1995 um
hlutafélög. Verð bréfanna má ekki vera meira en 20% yfir meðalverði þeirra í
kauphöll síðustu tvær vikur fyrir kaupin. 
d)	Óbreytt stjórnarlaun (liður 5) 
Stjórn Icelandair Group hf. leggur til við aðalfund félagsins að stjórnarlaun
verði óbreytt: Stjórnarmenn fái 160 þúsund krónur á mánuði, formaður fái 320
þúsund krónur á mánuði og varamenn fái 80 þúsund krónur fyrir hvern setinn
fund. 
e)	KPMG verði endurskoðunarfyrirtæki félagsins (liður 7)
Stjórn Icelandair Group hf. leggur til við aðalfund félagsins að KPMG hf. verði
endurskoðunarfyrirtæki félagsins. 
f)	Starfskjarastefna (liður 8)
Stjórn Icelandair Group hf. leggur til við aðalfund félagsins að meðfylgjandi
starfskjarastefna, sem er óbreytt frá síðasta fundi, verði samþykkt. 
g)	Nýjar samþykktir verði samþykktar
Stjórn Icelandair Group hf. leggur til við aðalfund félagsins að meðfylgjandi
samþykktir verði samþykkt. 


Reglur um þátttöku hluthafa og atkvæðagreiðslu


Hluthafar eiga rétt á að fá mál sett á dagskrá, leggja fram ályktunartillögur
og spyrja spurninga, með skriflegum eða rafrænum hætti, allt þar til endanleg
dagskrá og tillögur eru birtar 14. maí. Hverjum hlut í félaginu fylgir eitt
atkvæði, að frátöldum eigin hlutum sem ekki fylgir atkvæðisréttur.
Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað. 
Hluthafar sem sækja ekki aðalfundinn geta annaðhvort: a) kosið um dagskrármál
með skriflegum eða rafrænum hætti, eða 2) veitt umboð.  Beiðni hluthafa um að
kjósa með skriflegum eða rafrænum hætti þarf að berast félaginu eigi síðar en 5
dögum fyrir aðalfundinn. Atkvæði þurfa að berast félaginu fyrir aðalfund.
Hluthafar geta einnig greitt atkvæði í höfuðstöðvum félagsins á skrifstofutíma
alla virka daga fyrir aðalfundardag. Hluthafar geta annaðhvort veitt skriflegt
eða rafrænt umboð að uppfylltum ákveðnum formkröfum. Rafræn umboð þarf að senda
í gegnum aðgangskerfi hluthafa hjá félaginu. Umboð þurfa að berast félaginu
fyrir aðalfund eða á fundarstað. 
Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu félagsins: www.icelandairgroup.is.


Aðrar upplýsingar


Skjöl sem lögð verða fyrir aðalfund, þ.m.t. endurskoðaðir samstæðureikningar
fyrir árið 2009 og ársskýrsla fyrir árið 2009, auk draga að ályktunartillögum
og athugasemdum við hvert dagskrármál verður birt á vefsíðu félagsins;
www.icelandairgroup.is.  Hluthafar geta einnig nálgast skjölin í höfuðstöðvum
félagsins á Reykjavíkurflugvelli, á skrifstofutíma alla virka daga. 
Hluthöfum er bent á að samkvæmt grein 63 a. í lögum nr. 2/1995 um hlutafélög er
hægt að tilkynna um framboð til stjórnar skriflega skemmst 5 dögum fyrir
aðalfund. Af þeim sökum verða upplýsingar um alla frambjóðendur til stjórnar
kunngerðar eigi síðar en 2 dögum fyrir aðalfund. 
Nánari upplýsingar um aðalfundinn er að finna á vefsíðu félagsins:
www.icelandairgroup.is. 


Stjórn Icelandair Group hf.

Attachments

starfskjarastefna 2010.pdf icelandair group hf. - samykktir - 21. mai 2010.pdf