Guðjón Auðunsson hefur verið ráðinn nýr forstjóri Reita fasteignafélags hf. Guðjón er 47 ára aldri, rekstrarhagfræðingur að mennt. Guðjón hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu. Undanfarin 9 ár hefur Guðjón starfað sem framkvæmdastjóri Fyrirtækjasviðs hjá N1, áður Oliufélaginu Esso. Þar áður vann hann sem framkvæmdastjóri hjá Samvinnuferðum Landsýn, Navís Landsteinum og sem forstöðumaður hjá Eimskip. Reitir fasteignafélag er stærsta þjónustufyrirtækið á sviði útleigu á atvinnuhúsnæði á Íslandi. Reitir hafa yfir að ráða fjölbreyttu fasteignasafni sem samanstendur af um 130 fasteignum sem staðsettar eru víðsvegar um landið. Reitir II ehf. er dótturfélag Reita fasteignafélags hf.
Recommended Reading
-
Stjórn Norðurslóðar 4 ehf. hefur samþykkt árshlutareikning vegna fyrri árshelmings 2025. Leigutekjur á fyrri árshelmingi 2025 voru 119 millj. kr. (2024: 107 millj. kr.)Rekstrarhagnaður fyrir...
Read More