Skipti hf. hafa í öllum meginatriðum lokið samningum við lánardrottna félagsins og er vinna við skjalagerð á lokastigi. Í samkomulaginu felst meðal annars að Skipti greiða niður alls um 19 milljarða króna af lánum félagsins. Með því að greiða um 19 milljarða króna inn á lán félagsins mun sambankalán Skipta lækka úr um 41,7 milljörðum króna í um 22,7 milljarða króna. Engar skuldir eru afskrifaðar og öll lán Skipta eru eftir sem áður í skilum. Viðræður hafa staðið um nokkurt skeið um að Skipti greiði lán félagsins hraðar niður en upphaflegir lánasamningar gerðu ráð fyrir. Lausafjárstaða Skipta hefur verið mjög sterk, félagið átti í lok júní um 16,6 milljarða króna í handbæru fé og í júlí var gengið frá sölu Skipta á norræna upplýsingatæknifyrirtækinu Sirius IT með umtalsverðum söluhagnaði. Í kjölfar efnahagshrunsins á Íslandi hækkuðu skuldir Skipta umtalsvert líkt og flestra annarra íslenskra fyrirtækja. Þeir fjármunir sem nú eru greiddir hafa fengist við sölu erlendra eigna félagsins annars vegar og hins vegar með því að beita ítrasta aðhaldi í rekstri. Frekari upplýsingar veita: Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Skipta, s. 550-6002 Pétur Þ. Óskarsson, yfirmaður samskipta, s. 863-6075
Recommended Reading
-
Í 52. viku 2025 keypti Síminn hf. 1.000.000 eigin hluti að kaupverði 14.550.000 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir...
Read More -
Í 51. viku 2025 keypti Síminn hf. 5.000.000 eigin hluti að kaupverði 73.400.000 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir...
Read More