Leiðrétting - Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2010 frétt birt 2011-05-30 10:59:45


Leiðrétting: Í rekstrarreikningi ársins 2010, Aðrar tekjur, Samstæða alls: 1.099.799 þús.kr. breytast í 781.673 þús.kr. Í rekstrarreikningi ársins 2010, Annar rekstrarkostnaður, Samstæða alls: 1.343.585 þús.kr. breytast í 1.025.470 þús.kr. Mismunurinn fellst í því að milliviðskipti milli A og B hluta voru ekki tekin út í Samstæðu alls.

 

 

Ársreikningur Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2010 var borinn upp til síðari umræðu og samþykktur á fundi bæjarstjórnar fimmtudaginn 20. maí. Lagðar voru fram skýrslur kjörinna skoðunarmanna, þeirra Bryndísar G. Friðgeirsdóttur og Steinþórs B. Kristjánssonar, og áritun óháðs endurskoðanda, Guðmundar E. Kjartanssonar hjá Endurskoðun Vestfjarða ehf.


Attachments

Arsreikningur_2010.pdf