Stöðuskýrsla Aðgerðaáætlunar OR og eigenda


Reykjavík, 2011-12-07 15:15 CET (GLOBE NEWSWIRE) -- Aðgerðaáætlun Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og eigenda vegna fjárhagsvanda OR (Planið) var kynnt 29. mars 2011. Í henni fólust margháttaðar aðgerðir og er framvinda þeirra eftir þriðja ársfjórðung 2011 á áætlun.

Heildarárangur F3 2011 er 1.122 mkr. umfram áætlun tímabilsins. Mestur árangur er í lækkun fjárfestinga í veitukerfum og höfðu í lok 3. ársfjórðungs þegar náðst 97,26% af markmiðum ársins.

Áhrif ytri breyta eru neikvæð sem nemur 308 mkr. á tímabilinu. Nettó niðurstaða Plansins er því jákvæð sem nemur 814 mkr.

Í viðhengi er skýrsla OR um framgang Plansins F3 2011.

         Bjarni Bjarnason - 516 6000


Attachments