Össur - Fyrsti ársfjórðungur 2014


Fyrsti ársfjórðungur 2014

  • Hagnaður jókst um 96% milli ára. Hagnaðurinn nam 11 milljónum Bandaríkjadala og 9% af sölu, samanborið við 6 milljónir dala og 6% af sölu á fyrsta ársfjórðungi 2013.
  • Sala nam 121 milljón Bandaríkjadala, samanborið við 97 milljónir dala á sama tímabili 2013. Söluvöxtur var 24%, þar af 6% innri vöxtur, hvortveggja mælt í staðbundinni mynt.
  • Sala á spelkum og stuðningsvörum jókst um 28%, þar af 2% innri vöxtur, hvort tveggja mælt í staðbundinni mynt.
  • Sala á stoðtækjum jókst um 19%, þar af 12% innri vöxtur, hvort tveggja mælt í staðbundinni mynt.
  • Framlegð nam 76 milljónum Bandaríkjadala og 63% af sölu, samanborið við 60 milljónir Bandaríkjadala og 62% af sölu á fyrsta ársfjórðungi 2013.
  • EBITDA framlegð nam 20 milljónum Bandaríkjadala og 17% af sölu, samanborið við 14 milljónir dala og 14% af sölu á fyrsta ársfjórðungi 2013.
  • Vegna árstíðabundinna sveiflna er handbært fé frá rekstri minnst á fyrsta ársfjórðungi. Handbært fé frá rekstri nam 12 milljónum Bandaríkjadala og 10% af sölu, samanborið við 9 milljónir dala og 9% af sölu á sama tímabili 2013.
  • 2. apríl 2014 var lánasamning félagsins breytt og hann framlengdur um þrjú ár, eða fram til ársins 2019. Meðalvextir eru 105 bps + LIBOR/EURIBOR sem breytist í takt við skuldsetningu félagsins. Samstarfsbankar Össurar eru ING, Nordea og SEB.

Áætlun 2014

Áætlun stjórnenda fyrir árið:

  • Söluvöxtur í staðbundinni mynt á bilinu 14-16%.
  • Innri söluvöxtur á bilinu 2-4%, mælt í staðbundinni mynt.
  • EBITDA sem hlutfall af veltu, á bilinu 17-19% af sölu.
  • Fjárfestingar (CAPEX), á bilinu 2,5-3,5% af sölu.
  • Virkt skatthlutfall í um 26%.

Jón Sigurðsson, forstjóri:

"Niðurstöður fyrsta ársfjórðungs eru í takt við okkar væntingar. Við sjáum enn einn ársfjórðunginn þar sem arðsemin er mjög góð og rekstrarhagnaður tvöfaldast á milli ára. Aðhaldsaðgerðir sem við fórum í á síðasta ári og endurhönnun á ferlum hafa jákvæð áhrif, en einnig er  ánægjulegt að sjá að markaðsskilyrði á stoðtækjamarkaðnum í Bandaríkjunum er að þróast í rétta átt. Sölu vöxtur í EMEA heldur áfram að vera stöðugur. Í byrjun april framlengdum við lánasamning félagsins um þrjú ár, eða fram til ársins 2019 og endurspegla lánakjörin sterka fjárhagslega stöðu Össurar og góðar framtíðarhorfur."

Össur hf. uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung - morgunverðarfundur með markaðsaðilum föstudaginn          2. maí kl. 8:30

Miðvikudaginn 30. apríl kl. 10:00 verður símafundur með fjárfestum og á föstudaginn 2. maí býður félagið markaðsaðilum á Íslandi á morgunverðarfund þar sem Sveinn Sölvason, fjármálastjóri mun fara yfir niðurstöður fjórðungsins.

Símafundur 30. apríl kl.10:00
Innhringinúmer fyrir símafund: 800-8660

Morgunverðarfundur 2. maí kl. 8:30
Staður: Össur hf, Grjótháls 5, 4. hæð


Attachments

Ossur financial statement 31.03.2014 Q1 2014 Investor Presentation Ossur Press Release Q1 2014 English