NASDAQ ICELAND BÝÐUR FYRSTU SKULDABRÉFIN VELKOMIN Á NASDAQ FIRST NORTH


Reykjavik, 31. mars 2016 – Nasdaq Iceland (Nasdaq: NDAQ) tilkynnir að skuldabréf fagfjárfestasjóðsins AAM GLEQ3, sem rekinn er af rekstarfélaginu ALDA Sjóðir hf. (auðkenni: GLEQ3 15 1), hafa í dag verið tekin til viðskipta á Nasdaq First North Iceland. Um er að ræða fyrstu skuldabréfin sem skráð eru á Nasdaq First North Iceland.  

KPMG ehf. er viðurkenndur ráðgjafi útgefanda og  hafði umsjón með skráningu skuldabréfanna á Nasdaq First North Iceland.

Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland: „Við fögnum þessari fyrstu skráningu skuldabréfa á Nasdaq First North Iceland og óskum Öldu sjóðum og viðurkenndum ráðgjafa, KPMG til hamingju. Nasdaq First North skuldabréfamarkaðurinn veitir góð tækifæri til fjármögnunar og erum við þess fullviss að við munum sjá fleiri skráningar fylgja í kjölfarið.“

Svanbjörn Thoroddsen, Partner hjá KMPG: „Við erum mjög stolt af því að vera viðurkenndur ráðgjafi fyrir þessa fyrstu skuldabréfaskráningu á Nasdaq First North Iceland. Nasdaq First North er hentugur og hagkvæmur kostur fyrir smærri fyrirtæki og sjóði, þar sem sýnileiki og aðgangur að fjárfestum er svipaður og á Aðalmarkaði en ferlið einfaldara og ódýrara.“

ALDA Sjóðir hf. hefur starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfasjóða og annarra sjóða um sameiginlega fjárfestingu og til eignastýringar, fjárfestingaráðgjafar og vörslu og stjórnunar fjármálagerninga. Félagið stýrir í dag 10 sjóðum.

Upplýsingar um skráninguna og skráningarskjal má finna hér http://www.aldasjodir.is/?q=is/registered_instruments

 

#

Um Nasdaq

Nasdaq (Nasdaq:NDAQ) er leiðandi í þjónustu á sviði verðbréfaviðskipta, kauphallartækni, eftirlits, skráninga, upplýsingaþjónustu og þjónustu við skráð fyrirtæki í sex heimsálfum. Nasdaq gerir viðskiptavinum sínum kleift að skipuleggja, hagræða og framkvæma framtíðarsýn sína í viðskiptum af öryggi, með margreyndri tækni sem veitir gagnsæi og innsýn í nútíma alþjóðlega fjármálamarkaði. Nasdaq er frumkvöðull í rafrænum kauphallarviðskiptum, en tækni þess er notuð á yfir 70 mörkuðum í 50 löndum og  knýr um það bil ein af hverjum 10 viðskiptum í heiminum. Nasdaq er heimili meira en 3,600 skráðra fyrirtækja að markaðsvirði yfir 9.6 billjón Bandaríkjadala. Fyrir meiri upplýsingar, heimsæktu http://business.nasdaq.com/

Fyrirvari vegna staðhæfinga um framtíðarhorfur

Þau mál sem hér er skýrt frá taka til staðhæfinga um framtíðarhorfur sem gerðar eru samkvæmt svonefndum Safe Harbor ákvæðum í bandarískum verðbréfalögum frá 1995 (Private Securities Litigation Reform Act of 1995). Þessar staðhæfingar taka meðal annars til en takmarkast þó ekki við staðhæfingar um afurðir og þjónustu Nasdaq. Við minnum á að þessar staðhæfingar eru ekki trygging fyrir framtíðarafkomu. Raunveruleg niðurstaða kann að vera allt önnur en sú sem fram kemur berum orðum eða með öðrum hætti í staðhæfingum um framtíðarhorfur. Í staðhæfingum um framtíðarhorfur eru ýmsir áhættu- og óvissuþættir eða aðrir þættir sem Nasdaq hefur ekki stjórn á. Þessir þættir byggjast á en takmarkast þó ekki við þætti sem gerð er grein fyrir í ársskýrslu Nasdaq á svonefndu Form 10-K og árshlutaskýrslum sem sendar eru til bandaríska verðbréfaeftirlitsins. Við tökumst ekki á hendur neinar skuldbindingar um að endurskoða að neinu leyti staðhæfingar um framtíðarhorfur.

Nasdaq Nordic lýsir sameiginlegri þjónustu Nasdaq Copenhagen, Nasdaq Helsinki, Nasdaq Iceland og Nasdaq Stockholm. 

         Fjölmiðlar:
         Kristín Jóhannsdóttir
         kristin.johannsdottir@nasdaq.com
         868 9836


Attachments

2016_0331_skuldabréf á FirstNorth.pdf