Veðskuldabréfasjóðurinn Virðing – Árshlutauppgjör júní 2017


Veðskuldabréfasjóðurinn Virðing sem er í rekstri Rekstrarfélags Virðingar hf. gaf út skuldabréf tekin til viðskipta hjá NASDAQ OMX Iceland hf. árið 2014.

  • Hagnaður af rekstri sjóðsins á fyrstu sex mánuðum ársins nam 19,6 milljónum króna samkvæmt rekstrarreikningi.
     
  • Hrein eign sjóðsins nam 106,5 milljónum króna samkvæmt efnahagsreikningi.
     
  • Árshlutareikningurinn var kannaður af Rýni endurskoðun ehf. í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Í áritun endurskoðenda vegna könnunar kemur fram að ekkert bendi til annars en að árshlutareikningurinn gefi glögga mynd af afkomu sjóðsins á tímabilinu, efnahagi hans 30. júní 2017 og breytingu á handbæru fé á tímabilinu, í samræmi við lög um ársreikninga og settar reikningsskilareglur.

Nánari upplýsingar um árshlutareikning Veðskuldabréfasjóðsins Virðingar veitir starfsfólk Rekstrarfélags Virðingar í síma 5856500.


Attachments

Veðskuldabréfasjóðurinn Virðing 2017 06 30.pdf