Veðskuld slhf – Ársreikningur fyrir árið 2017


Veðskuld slhf, fagfjárfestasjóður í rekstri Júpíter rekstrarfélags hf., birtir ársreikning sinn fyrir árið 2017.

  • Hagnaður varð af rekstri sjóðsins sem nam tæpum 369,5 milljónum króna samkvæmt rekstrarreikningi á árinu 2017.
     
  • Eigið fé sjóðsins nam 408,4 milljónum króna samkvæmt efnahagsreikningi.
     
  • Ársreikningurinn var endurskoðaður af Rýni endurskoðun ehf. í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Það er álit þeirra að ársreikningurinn gefi glögga mynd af afkomu sjóðsins á árinu 2017, efnahag hans 31.desember 2017 og breytingu á hreinni eign á árinu 2017, í samræmi við lög um ársreikninga og reglur um reikningsskil rekstrarfélaga verðbréfasjóða.


Nánari upplýsingar um ársreikning Veðskuldar slhf veitir starfsfólk Júpíter rekstrarfélags hf. í síma 5220010.


Attachments

Veðskuld slhf 31.12.2017_undirritaður.pdf