Source: Icelandair Group hf.

Icelandair Group hf.: Kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun – endurkaupum lokið

Í 12. viku 2018 keypti Icelandair Group hf. 1.480.850 eigin hluti. Heildarfjárhæð kaupanna nam kr. 22.804.611,- og sundurliðast á eftirfarandi hátt:

 

DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverðEigin hlutir
eftir viðskipti
19.3.201813:29  1.000.000  15,40  15.400.000    186.858.497 
19.3.201813:29  471.266  15,40  7.257.496    187.329.763 
20.3.201809:54  9.584  15,35  147.114    187.339.347 

 

Icelandair átti 185.858.497 eigin hluti fyrir viðskiptin og á að þeim loknum 187.339.347 eigin hluti, eða sem nemur 3,75% af útgefnum hlutum í félaginu.

Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaáætlun Icelandair Group hf. sem aðalfundur félagsins heimilaði þann 3. mars 2017 og hefur verið hrint í framkvæmd sbr. tilkynningu í Kauphöll þann 1. mars 2018. 

Icelandair Group hf. hefur keypt samtals 47.879.347 eigin hluti samkvæmt áætluninni eða sem nemur 0,96% af útgefnum hlutum í félaginu og nemur heildarkaupverð þeirra 749.999.995 kr. Kaupum Icelandair Group hf. samkvæmt endurkaupaáætluninni er nú lokið.

Endurkaupáætlunin var framkvæmd í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995 og II. kafla viðauka reglugerðar nr. 630/2005 um innherjaupplýsingar og markaðssvik, ásamt síðari breytingum.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála
bogi@icelandairgroup.is
Sími: +354 665 8801