• Heildartekjur jukust um 21% milli ára og námu 267,6 milljónum USD.
  • Tekjur af leiguflugsverkefnum jukust um 62% á milli ára. 
  • EBITDA neikvæð um 18,2 milljónir USD og lækkar um 8,2 milljónir USD á milli ára.
  • Eiginfjárhlutfall var 35% í lok mars.
  • Handbært fé og skammtímaverðbréf nema 205,8 milljónum USD.
  • Fyrstu þrjár B737 MAX vélarnar af sextán afhentar.
  • EBITDA spá óbreytt 170-190 milljónir USD.


Björgólfur Jóhannsson, forstjóri:

„Rekstrarniðurstaða  fyrsta ársfjórðungs er í takt við áætlanir. Tekjur aukast um 21% en eins og við höfðum gert ráð fyrir eykst tap milli ára. Fjárhagsstaða félagsins er áfram sterk og fjármögnun á nýjum flugvélum félagsins hefur gengið  mjög vel. 

Að undanförnu höfum við gert verulegar breytingar á starfsemi félagsins. Skipulagi félagsins var breytt þar sem við skiptum starfsemi félagsins í tvennt; annars vegar alþjóðaflugstarfsemi og hins vegar fjárfestingar í annarri flugstarfsemi og ferðaþjónustu. Í framhaldi af því hafa verið gerðar miklar breytingar innan félagsins sem flestar snúa að samþættingu og hagræðingu, fækkun stjórnenda og styttingu boðleiða. Á sama tíma hafa verið gerðar umtalsverðar breytingar á fargjaldaflokkum og tekjustýringu. Þessar breytingar ganga vel og miða allar að því að skerpa á kjarnastarfsemi félagsins og bæta afkomu þess.

Við sjáum mikil tækifæri í vexti og viðgangi félagsins á næstu árum. Icelandair Group er með skýra stefnu, sterka fjárhagsstöðu og framúrskarandi starfsfólk. Það eru spennandi tímar framundan fyrir félagið.“


Frekari upplýsingar veita:

  • Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, sími: 896-1455
  • Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group, sími: 665-8801

Viðhengi