Fjöldi farþega Icelandair í maí nam 367 þúsund og fjölgaði þeim um 10% miðað við maí á síðasta ári.  Framboð jókst um 15%. Sætanýting var 77,7% samanborið við 81,2% í maí í fyrra. Farþegar Air Iceland Connect voru um 27 þúsund og fækkaði um 7% á milli ára. Um miðjan maí hætti félagið flugi til Belfast og Aberdeen og einnig á milli Keflavíkur og Akureyrar og skýrir það fækkunina milli ára. Sætanýting nam 62,0%. Fjöldi seldra blokktíma í leiguflugi jókst mikið eða um 40% á milli ára.  Skýrist það af fleiri langtímaverkefnum en á sama tíma á síðasta ári. Fraktflutningar jukust um 11% á milli ára.  Framboðnar gistinætur hjá hótelum félagsins jukust um 6% á milli ára. Skýrist það að mestu leyti af opnun Reykjavík Konsúlat hótelsins í miðbæ Reykjavíkur í mars síðastliðnum. Herbergjanýting var 72,8% samanborið við 77,0% í maí 2017.

ICELANDAIRMAÍ 18MAÍ 17BR. (%)ÁTÞ 18ÁTÞ 17BR. (%)
Fjöldi farþega367.530333.09010%1.295.3851.262.9273%
Sætanýting77,7%81,2%-3,6 ppt77,0%79,5%-2,5 ppt
Framboðnir sætiskm. (ASK'000.000)1.491,11.292,015%5.246,54.863,58%
Seldir sætiskm. (RPK'000,000)1.158,51.049,710%4.037,63.865,94%
Meðal flugleið (KM)3.2003.0864%3.1173.0313%
       
AIR ICELAND CONNECTMAÍ 18MAÍ 17BR. (%)ÁTÞ 18ÁTÞ 17BR. (%)
Fjöldi farþega27.43429.470-7%127.468127.3830%
Sætanýting62,0%67,9%-5,9 ppt60,5%64,9%-4,3 ppt
Framboðnir sætiskm. (ASK'000.000)15,415,40%77,169,411%
       
LEIGUFLUGMAÍ 18MAÍ 17BR. (%)ÁTÞ 18ÁTÞ 17BR. (%)
Flugvélanýting100,0%100,0%0,0 ppt100,0%95,5%4,5 ppt
Seldir blokktímar2.8632.04640%14.69210.18644%
       
FRAKTFLUTNINGARMAÍ 18MAÍ 17BR. (%)ÁTÞ 18ÁTÞ 17BR. (%)
Seldir tonnkm. (FTK´000)10.6639.63211%50.56343.31717%
       
HÓTELMAÍ 18MAÍ 17BR. (%)ÁTÞ 18ÁTÞ 17BR. (%)
Framboðnar gistinætur30.14928.5676%138.294136.2072%
Seldar gistinætur21.95421.9940%103.725106.259-2%
Herbergjanýting72,8%77,0%-4,2 ppt75,0%78,0%-3,0 ppt


Nánari upplýsingar veita:

Bogi Nils Bogason framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group s: 665-8801
Íris Hulda Þórisdóttir forstöðumaður fjárfestatengsla Icelandair Group s: 840-7010