Flutningatölur júní 2018


Fjöldi farþega Icelandair í júní nam 480 þúsund og fækkaði þeim um 2% miðað við júní á síðasta ári.  Framboðnir sætiskílómetrar (ASK) jukust um 2%, en framboðnum sætum fækkaði um 4% á milli ára.  Skýrist munurinn af því að með auknu framboði til N-Ameríku hefur meðalfluglengd í km aukist milli ára, eða sem nemur 6%.  Sætanýting var 84,4% samanborið við við 85,7% í júní á síðasta ári. Fjöldi farþega á heimamarkaðinum frá Íslandi jókst töluvert á milli ára, en dróst saman á N-Atlantshafsmarkaðinum og ferðamannamarkaðinum til Íslands.

Farþegar Air Iceland Connect voru um 29 þúsund og fækkaði um 13% á milli ára. Um miðjan maí í ár hætti félagið flugi til Belfast og Aberdeen og einnig á milli Keflavíkur og Akureyrar og skýrir það fækkunina milli ára. Sætanýting nam 69,6% og jókst um 2,8 prósentustig á milli ára. Fjöldi seldra blokktíma í leiguflugi jókst um 21% á milli ára.  Skýrist það af fleiri langtímaverkefnum en á sama tíma á síðasta ári. Fraktflutningar drógust saman um 5% á milli ára.  Framboðnar gistinætur hjá hótelum félagsins jukust um 2% á milli ára. Herbergjanýting var 79,6% samanborið við 80,0% í júní 2017.

ICELANDAIRJÚN 18JÚN 17BR. (%)ÁTÞ 18ÁTÞ 17BR. (%)
Fjöldi farþega480.468489.408-2%1.775.8531.752.3351%
Sætanýting84,4%85,7%-1,4 %-stig78,9%81,2%-2,3 %-stig
Framboðnir sætiskm. (ASK'000.000)1.821,41.790,02%7.067,96.653,56%
Seldir sætiskm. (RPK'000,000)1.536,71.534,30%5.574,25.400,23%
Meðal flugleið (KM)3.2603.0866%3.1533.0464%
       
AIR ICELAND CONNECTJÚN 18JÚN 17BR. (%)ÁTÞ 18ÁTÞ 17BR. (%)
Fjöldi farþega28.99733.145-13%156.465160.528-3%
Sætanýting69,6%66,8%2,8 %-stig62,1%65,3%-3,3 %-stig
Framboðnir sætiskm. (ASK'000.000)15,721,3-26%92,990,72%
       
LEIGUFLUGJÚN 18JÚN 17BR. (%)ÁTÞ 18ÁTÞ 17BR. (%)
Flugvélanýting81,8%100,0%-18,2 %-stig93,8%96,2%-2,4 %-stig
Seldir blokktímar2.9922.47621%17.68512.66340%
       
FRAKTFLUTNINGARJÚN 18JÚN 17BR. (%)ÁTÞ 18ÁTÞ 17BR. (%)
Seldir tonnkm. (FTK´000)10.28010.773-5%60.84354.22612%
       
HÓTELJÚN 18JÚN 17BR. (%)ÁTÞ 18ÁTÞ 17BR. (%)
Framboðnar gistinætur41.21040.2262%179.504176.4332%
Seldar gistinætur32.81432.1622%136.539138.421-1%
Herbergjanýting79,6%80,0%-0,3 %-stig76,1%78,5%-2,4%-stig

Nánari upplýsingar veita:

Bogi Nils Bogason framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group s: 665-8801
Íris Hulda Þórisdóttir forstöðumaður fjárfestatengsla Icelandair Group s: 840-7010