VÍS: Heildarfjöldi hluta og atkvæða


Samkvæmt 84. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007 skal útgefandi, ef hann hækkar eða lækkar hlutafé sitt eða fjölgar eða fækkar atkvæðum, á síðasta viðskiptadegi þess mánaðar er breytingarnar eiga sér stað, birta opinberlega heildarfjölda hluta og heildarfjölda atkvæða.

Vísað er tilkynningar frá 19. júlí 2018 þess efnis að lækkun hlutafjár Vátryggingafélags Íslands hf. sem samþykkt var á hluthafafundi félagsins hinn 27. júní 2018 hefði komið til framkvæmdar. Eftir hlutafjárlækkunina er hlutafé félagsins kr. 1.952.642.307 að nafnverði sem skiptist í jafnmarga hluti.  Hverjum einnar krónu hlut fylgir eitt atkvæði.

Nánari upplýsingar veitir Andri Ólafsson samskiptastjóri í síma 660-5105.