Í dag sagði Björgólfur Jóhannsson starfi sínu lausu sem forstjóri Icelandair Group. Bogi Nils Bogason, fjármálastjóri félagsins, mun tímabundið taka við starfi forstjóra á meðan stjórn mun finna félaginu forstjóra til framtíðar. Nánari upplýsingar koma fram í tilkynningu um lækkun afkomuspár félagsins fyrir árið 2018 sem birt var fyrr í dag.

Frekari upplýsingar veita:

Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair Group
bogi@icelandairgroup.is
+354 665 8801

Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs
petur@icelandairgroup.is
+ 354 863 6075